Er Reykjavíkurborg fyrsta flokks fjölskylduborg? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 20. janúar 2020 10:30 Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fjölskyldumál Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar teknar eru ákvarðanir hjá sveitarfélögum er mikilvægt að við höfum heildarsýn yfir þá þjónustu sem við erum að veita. Það er ekki auðvelt hjá Reykjavíkurborg þar sem ekki hefur verið mótuð fjölskyldustefna. Það er með ólíkindum að stærsta sveitarfélag landsins hafi ekki mótað sér fjölskyldustefnu. Eitt af frumskilyrðum fyrir því hvar fólk velur sér búsetu er það hvort að samfélagið sé fölskylduvænt, þar sem börn og barnafjölskyldur búa við jöfn tækifæri, öryggi og njóti lögvarinna réttinda. Þetta hefur ekki verið tryggt hjá Reykjavíkurborg. Nú er t.d ekki samræmi í þjónustu á leikskólum og frístund, þar sem leikskólar loka kl. 16:30 en frístund kl. 17. Þess vegna getur fólk sem á börn á leikskóla ekki lengur unnið í frístund því það fær ekki vistun fyrir börn sín. Börn eru send heim af leikskólum vegna manneklu og úr grunnskólum vegna veikinda kennara. Börn sem hafa ekki íslensku sem móðurmál vegnar ekki vel, einfaldlega af því að við hlúum ekki nægilega vel að þeim. Drengirnir okkar koma illa út úr lesskilning í PISA. Svona er þetta ekki í fyrsta flokks fjölskylduborg. Lagt til að móta fjölskyldustefnu Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum landsins. Stefnan er gríðarlega mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja afkomu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frístundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Fjölskyldan Fjölskyldan er mikilvægasta eining hvers samfélags og allar framfarir og framkvæmdir sem samfélög ráðast í miða að því að styrkja fjölskylduna á einn eða annan hátt. Stefnan miðar fyrst og fremst að bættum hag íbúanna með fjölskylduna í huga. Fjölskyldueiningin verður sífellt fjölbreyttari og þarfir íslenskra fjölskyldna breytast með tímanum, því er mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga taki mið af því og sé þannig sveigjanleg og fjölbreytt. Tilgangur fjölskyldustefnunnar er sá að ná fram heildarsýn á þjónustu sveitarfélagsins við íbúa, gera starfið í málefnum fjölskyldunnar markvissara og auka lífsgæði íbúa með bættri þjónustu til lengri og skemmri tíma. Það er því gríðarlega mikilvægt að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu. Markmið með mótun fjölskyldustefnu er að tryggja að við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og áætlanagerð á vettvangi Reykjavíkurborgar sé sérstaklega gætt að hagsmunum barna, unglinga og fjölskyldna. Þannig gerum við Reykjavíkurborg að fyrsta flokks fjölskylduborg. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar