Flýttu þér hægt Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 08:30 Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutirnir í kringum mig þurfi alltaf að gerast svona hratt. Hver kannast ekki við að vakna að morgni og drífa sig af stað í kappi við klukkuna. Reka á eftir börnunum og hlaupa af stað út úr dyrunum til móts við annasaman daginn? Skutla, sækja, versla, elda, læra og allt sem viðkemur þessu daglega lífi. Daggæsla, hraði í skólakerfi og kappleikir. Hvað ætli börnin okkar heyri oft orðin: „drífðu þig” á einum degi? Erum við hlaðin nauðsynlegum verkefnum eða gerviþörfum? Getur verið að við setjum of miklar kröfur á okkur sjálf eða gerir umhverfið það? Það er margt uppbyggilegt, gefandi og fallegt í daglegu lífi og alls ekki allt sem veldur okkur streitu. En umræðan um kulnun og örmögnun hefur aukist til muna. Við viljum ekki þjóðafélag hlaðið örmagna og kulnuðum fjölskyldum. Það er mikilvægt að forðast það og til þess þurfum við að skoða okkur sjálf og okkar innsta kjarna - heimilin. Ég hef stundum áhyggjur af börnunum sem alast upp við þennan hraða. Þegar þau fæðast er það þeim ekki eðlislægt að drífa sig, en áður en við vitum af erum við farin að kenna þeim þennan taktfasta dans við klukkuna. Við gætum þurft inngrip og hjálp eða léttvægari áminningar til að vinna gegn streitunni og hægja á okkur. Að mínu mati er eitt lykilhugtakið í þessu meðvitund, meiri meðvitund fyrir okkur og börnin okkar. Erum við tengd okkur sjálfum eða er hugurinn sífellt á flakki? Erum við sífellt að slökkva elda í eigin lífi og uppeldinu? Veljum við það sem er orkugefandi frekar en það sem tekur frá okkur orku? Erum við meðvituð um það hvað hefur áhrif á líðan okkar og hegðun? Erum við til staðar og á staðnum fyrir okkur sjálf og aðra? Gerum við okkur grein fyrir að þol einstaklinga gagnvart streitu er misjafnt?Áttum við okkur á því að við getum stjórnað streitunni og hraðanum í kringum okkur og inn á okkar eigin heimilum? Gerum við okkur grein fyrir hve gríðarlega mikilvægt núverandi augnablik er? Við þurfum ekkert að umbreyta lífi okkar til að ná fram hægari takti. Bara taka lítil skref í rétta átt. Öll viljum við að okkur og börnunum okkar líði vel. Það er þannig að ef við hlúum af okkur sjálfum erum við fær um að hlúa að öðrum. Dempum hraðann, stígum á bremsuna, okkur og öllum öðrum til hagsbóta! Höfundur er grunnskólakennari að mennt og fjögurra barna móðir.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar