„Hvað er fólk eiginlega að pæla“ – af hugviti, listum og skapandi greinum Halla Helgadóttir skrifar 22. janúar 2020 10:00 Fáir tóku eftir því þegar ung stúlka þvældist um í Reykjavík á níunda áratugnum og seldi handgerðar ljóðabækur sem hún hafði samið og myndskreytt. Engann grunaði þá að hún myndi slá alveg nýjan tón og verða heimsfræg tónlistarkona. Ekki margir höfðu trú á nokkrum strákum sem héngu launalitlir árum saman yfir tölvum og unnu að því að búa til stjörnustríðsleik sem hundruðir þúsunda áttu síðar eftir að spila. Bara einn tók eftir því þegar ung íslensk námsmær sat í lest á leið frá París til Luxemborgar og prjónaði án afláts, og engann grunaði að hún ætti eftir að starfa í nokkrum af stærstu tískuhúsum heims og vinna stóra sigra sem fatahönnuður. Ólíklegt er að nokkur hafi búist við að ungur leikari sem gekk ágætlega að fá hlutverk í leikhúsum á Íslandi myndi síðar framleiða Hollywood myndir og byggja upp kvikmyndaver á Íslandi. Um miðja síðustu öld hannaði ungur arkitekt fremur sérkennilegt hús sem var byggt í Garðabæ, enginn bjóst við að árið 2000 yrði einmitt það valið eitt af 100 merkustu byggingum Evrópu. Einhverjir tóku eftir ungum og fyndnum listamanni sem virtist aðallega vera að fíflast en sennilega grunaði engann að hann yrði stærsta alþjóðlega nafn íslenskrar myndlistar. Nýlega fékk ung tónlistakona Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sem hún samdi fyrir amerískan sálfræðitrylli og nú er hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn hafi búist við því, þegar hún var að semja óperu með vinkonum sínum í MH um árið. Þetta fólk sem fáir gáfu gaum, starfar innan skapandi greina, sem er hugtak sem dregur nýja útlínu utan um fjölbreytilega starfsemi sem áður var ekki skilgreind sem heild. Innan skapandi greina er starfsemi sem hefur efnahagsleg markmið, og starfsemi sem hefur það alls ekki. Þess vegna ögrar hugtakið viðteknum hugmyndum sem hafa gilt í innan greinanna sjálfra, samfélagi, stjórnkerfi og viðskiptalífi. Það tekur tíma fyrir ný hugtök að festa sig í sessi. Hverjar eru þessar skapandi greinar og er einhver ástæða til að nota þetta hugtak. Hér tillaga að skilgreiningu: Listir og sköpun er auðlind sem lýtur eigin lögmálum. Menning er það sem þær gefa af sér til samfélagsins. Skapandi greinar er samheiti yfir listir, sköpun, hugverk, menningu, atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast. Innan skapandi greina eru listir, hugverk, hönnun, nýsköpun, ýmis menningarstarfsemi, stofnanir sem byggja á listum/hugverkum og einstaklingar og fyrirtæki sem stunda viðskipti með listir og hugverk að hluta eða öllu leyti. Listir, sköpun og hugverk eru kjarni skapandi greina, auðlindin sem þær byggja á og allt þróast út frá. Þær hafa miklvægu samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna sem ekki verður metið til fjár, þær eru hreyfiafl til breytinga og uppspretta nýsköpunar og í þeim felast mikil efnahagsleg tækifæri sem hægt er að efla betur með markvissum aðgerðum. Skapandi greinar og hugverkagreinar byggja í raun á sama grunni og erfitt að draga línu þar á milli enda snýst aðgreiningin mögulega af vilja og/eða getu til að vera með í hefðbundnum samtökum atvinnulífsins á Íslandi. Umræða um skapandi greinar á Íslandi hófst í kjölfar vakningar í Evrópu um mikilvægi þeirra í atvinnulífi framtíðar enda ljóst að fjórða iðnbyltingin er, á miklum hraða og krafti, að gerbreyta atvinnutækifærum fólks. Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi er skýrsla frá 2011 sem studdist við skilgreiningu UNESCO. Í kjölfar hennar létu stjórnvöld vinna aðgerðamiðaða greiningu, Skapandi greinar - sýn til framtíðar. 2012 skipuðu stjórnvöld samstarfshóp til að tryggja framkvæmd aðgerða á sviði Skapandi greina. Ekkert hefur heyrst frá þeim hópi síðan. En hver er þá munurinn á Skapandi greinum og öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Orkugeiri nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að virkja og vernda) Sjávarútvegur nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að nýta og vernda) Ferðageiri nýtir í náttúru og mannlíf sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og náttúru og mannlíf (sem þarf að nýta, vernda og byggja upp) Skapandi geiri nýtir listir / sköpun / hugvit til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og listir / hugverk / hugmyndir (sem þarf að byggja upp og virkja) Munurinn er kannski ekki svo mikill þegar vel er að gáð. Það er val og á valdi stjórnvalda að taka málefni skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim. Til að árangur náist er brýnt að stjórnkerfið leggi áherslu á þessa þrjá punkta – Vinna þvert á ráðuneyti og hefðbundar línur stjórnkerfisins. – Byggja á því sem hefur verið gert, rýna, skerpa og framkvæma stefnur sem liggja fyrir. – Fjárfesta í skapandi greinum af sama stórhug og í öðrum greinum eins og að byggja jarðgöng eða virkjanir. Skapandi greinar er yfirheiti yfir stórt svið, samsett úr mörgum greinum sem skarast vissulega en þarfir, tækifæri og áherslur eru ólík. Bókaútgáfa lýtur öðrum lögmálum en leikjageiri. Tækifæri í arkitektúr eru ólík tækifærum í kvikmyndagerð. Áherslur í myndlist eru allt aðrar en í auglýsingageira. Tækifæri sviðslista til atvinnusköpunar er verulega ólík tækifærum í hönnun sem stundum er vara en oftar aðferð og tæki í nýsköpun til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Ein grein gæti þurft stuðning við útflutning, aðra vantar fjárfestingu, þeirri þriðju starfsfólk o.s.frv. Innihald, markaðir, kynningarmál og viðskiptalegt samhengi lúta ólíkum lögmálum milli greinanna. Þess vegna þarf hver grein að geta unnið út frá sínum áherslum, þörfum, markmiðum og tækifærum svo árangur náist til lengri tíma. Skapandi greinar hafa vaxið og dafnað undanfara áratugi langt umfram væntingar. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að efla þær verulega og auka efnisleg og óefnisleg gæði sem þær skapa. Huga þarf að grunninum og grasrót því staðreyndin er auðvitað sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem ná árangri sem skapa gæðin, verðmætin og blómlegt atvinnulíf. Fólkið, sem fáir gáfu gaum hér að ofan, hefur aldeilis sannað það hver á sinn hátt og um leið breytt sýn okkar, aukið skilning og þekkingu á því sem við getum valið að kalla skapandi greinar. Eins og ágætur frumkvöðull og framtíðarrýnir sagði einu sinni við mig „Hvað er fólk eiginlega að pæla? Tæknin mun eyða flestum störfum þannig að í framtíðinni verða engin almennileg störf nema í skapandi greinum“. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fáir tóku eftir því þegar ung stúlka þvældist um í Reykjavík á níunda áratugnum og seldi handgerðar ljóðabækur sem hún hafði samið og myndskreytt. Engann grunaði þá að hún myndi slá alveg nýjan tón og verða heimsfræg tónlistarkona. Ekki margir höfðu trú á nokkrum strákum sem héngu launalitlir árum saman yfir tölvum og unnu að því að búa til stjörnustríðsleik sem hundruðir þúsunda áttu síðar eftir að spila. Bara einn tók eftir því þegar ung íslensk námsmær sat í lest á leið frá París til Luxemborgar og prjónaði án afláts, og engann grunaði að hún ætti eftir að starfa í nokkrum af stærstu tískuhúsum heims og vinna stóra sigra sem fatahönnuður. Ólíklegt er að nokkur hafi búist við að ungur leikari sem gekk ágætlega að fá hlutverk í leikhúsum á Íslandi myndi síðar framleiða Hollywood myndir og byggja upp kvikmyndaver á Íslandi. Um miðja síðustu öld hannaði ungur arkitekt fremur sérkennilegt hús sem var byggt í Garðabæ, enginn bjóst við að árið 2000 yrði einmitt það valið eitt af 100 merkustu byggingum Evrópu. Einhverjir tóku eftir ungum og fyndnum listamanni sem virtist aðallega vera að fíflast en sennilega grunaði engann að hann yrði stærsta alþjóðlega nafn íslenskrar myndlistar. Nýlega fékk ung tónlistakona Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sem hún samdi fyrir amerískan sálfræðitrylli og nú er hún er líka tilnefnd til Óskarsverðlauna. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn hafi búist við því, þegar hún var að semja óperu með vinkonum sínum í MH um árið. Þetta fólk sem fáir gáfu gaum, starfar innan skapandi greina, sem er hugtak sem dregur nýja útlínu utan um fjölbreytilega starfsemi sem áður var ekki skilgreind sem heild. Innan skapandi greina er starfsemi sem hefur efnahagsleg markmið, og starfsemi sem hefur það alls ekki. Þess vegna ögrar hugtakið viðteknum hugmyndum sem hafa gilt í innan greinanna sjálfra, samfélagi, stjórnkerfi og viðskiptalífi. Það tekur tíma fyrir ný hugtök að festa sig í sessi. Hverjar eru þessar skapandi greinar og er einhver ástæða til að nota þetta hugtak. Hér tillaga að skilgreiningu: Listir og sköpun er auðlind sem lýtur eigin lögmálum. Menning er það sem þær gefa af sér til samfélagsins. Skapandi greinar er samheiti yfir listir, sköpun, hugverk, menningu, atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast. Innan skapandi greina eru listir, hugverk, hönnun, nýsköpun, ýmis menningarstarfsemi, stofnanir sem byggja á listum/hugverkum og einstaklingar og fyrirtæki sem stunda viðskipti með listir og hugverk að hluta eða öllu leyti. Listir, sköpun og hugverk eru kjarni skapandi greina, auðlindin sem þær byggja á og allt þróast út frá. Þær hafa miklvægu samfélagslegu og menningarlegu hlutverki að gegna sem ekki verður metið til fjár, þær eru hreyfiafl til breytinga og uppspretta nýsköpunar og í þeim felast mikil efnahagsleg tækifæri sem hægt er að efla betur með markvissum aðgerðum. Skapandi greinar og hugverkagreinar byggja í raun á sama grunni og erfitt að draga línu þar á milli enda snýst aðgreiningin mögulega af vilja og/eða getu til að vera með í hefðbundnum samtökum atvinnulífsins á Íslandi. Umræða um skapandi greinar á Íslandi hófst í kjölfar vakningar í Evrópu um mikilvægi þeirra í atvinnulífi framtíðar enda ljóst að fjórða iðnbyltingin er, á miklum hraða og krafti, að gerbreyta atvinnutækifærum fólks. Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi er skýrsla frá 2011 sem studdist við skilgreiningu UNESCO. Í kjölfar hennar létu stjórnvöld vinna aðgerðamiðaða greiningu, Skapandi greinar - sýn til framtíðar. 2012 skipuðu stjórnvöld samstarfshóp til að tryggja framkvæmd aðgerða á sviði Skapandi greina. Ekkert hefur heyrst frá þeim hópi síðan. En hver er þá munurinn á Skapandi greinum og öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Orkugeiri nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að virkja og vernda) Sjávarútvegur nýtir náttúruauðlindir sem hráefni til að skapa verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og auðlindirnar sjálfar (sem þarf að nýta og vernda) Ferðageiri nýtir í náttúru og mannlíf sem hráefni til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og náttúru og mannlíf (sem þarf að nýta, vernda og byggja upp) Skapandi geiri nýtir listir / sköpun / hugvit til að skapa gæði, verðmæti og atvinnulíf – til þess þarf fólk, menntun, rannsóknir, nýsköpun, innviði, fjárfestingu og listir / hugverk / hugmyndir (sem þarf að byggja upp og virkja) Munurinn er kannski ekki svo mikill þegar vel er að gáð. Það er val og á valdi stjórnvalda að taka málefni skapandi greina föstum tökum eins og aðra geira atvinnulífsins og fjárfesta með afgerandi hætti í þeim. Til að árangur náist er brýnt að stjórnkerfið leggi áherslu á þessa þrjá punkta – Vinna þvert á ráðuneyti og hefðbundar línur stjórnkerfisins. – Byggja á því sem hefur verið gert, rýna, skerpa og framkvæma stefnur sem liggja fyrir. – Fjárfesta í skapandi greinum af sama stórhug og í öðrum greinum eins og að byggja jarðgöng eða virkjanir. Skapandi greinar er yfirheiti yfir stórt svið, samsett úr mörgum greinum sem skarast vissulega en þarfir, tækifæri og áherslur eru ólík. Bókaútgáfa lýtur öðrum lögmálum en leikjageiri. Tækifæri í arkitektúr eru ólík tækifærum í kvikmyndagerð. Áherslur í myndlist eru allt aðrar en í auglýsingageira. Tækifæri sviðslista til atvinnusköpunar er verulega ólík tækifærum í hönnun sem stundum er vara en oftar aðferð og tæki í nýsköpun til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Ein grein gæti þurft stuðning við útflutning, aðra vantar fjárfestingu, þeirri þriðju starfsfólk o.s.frv. Innihald, markaðir, kynningarmál og viðskiptalegt samhengi lúta ólíkum lögmálum milli greinanna. Þess vegna þarf hver grein að geta unnið út frá sínum áherslum, þörfum, markmiðum og tækifærum svo árangur náist til lengri tíma. Skapandi greinar hafa vaxið og dafnað undanfara áratugi langt umfram væntingar. Með markvissum aðgerðum stjórnvalda er hægt að efla þær verulega og auka efnisleg og óefnisleg gæði sem þær skapa. Huga þarf að grunninum og grasrót því staðreyndin er auðvitað sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem ná árangri sem skapa gæðin, verðmætin og blómlegt atvinnulíf. Fólkið, sem fáir gáfu gaum hér að ofan, hefur aldeilis sannað það hver á sinn hátt og um leið breytt sýn okkar, aukið skilning og þekkingu á því sem við getum valið að kalla skapandi greinar. Eins og ágætur frumkvöðull og framtíðarrýnir sagði einu sinni við mig „Hvað er fólk eiginlega að pæla? Tæknin mun eyða flestum störfum þannig að í framtíðinni verða engin almennileg störf nema í skapandi greinum“. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun