Roberto Firmino sá til þess að sigurganga Liverpool hélt áfram í gær þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Wolverhampton Wanderers þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bobby Firmino kemur sterkur inn í útileikjum Liverpool á þessu tímabili.
Bobby skorar nefnilega bara á útivelli því öll átta deildarmörk hans á leiktíðinni hafa komið utan Anfield.
All eight of Roberto Firmino's Premier League goals this season have come away from Anfield:
— Squawka Football (@Squawka) January 23, 2020
St Mary’s
Turf Moor
Stamford Bridge
Selhurst Park
King Power
Tottenham Hotspur Stadium
Molineux
The biggest one yet. pic.twitter.com/lrQ0Tz2zeY
Hann hefur skorað á Mary’s, Turf Moor, Stamford Bridge, Selhurst Park, King Power, Tottenham Hotspur Stadium og Molineux en ekki á Anfield.
Þetta var þriðja sigurmark Firmino í útileikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og alls hafa mörk hans á útivelli skilað Liverpool tíu aukastigum.
Firmino hefur skorað þessi átta útivallarmörk í ellefu útileikjum en er markalaus í tólf deildarleikjum sínum á Anfield.
6 - Roberto Firmino has scored six goals in his last eight games for Liverpool in all competitions, as many as he had in his previous 32 appearances for the club before this. Señor. #WOLLIVpic.twitter.com/rxEVtzjhq5
— OptaJoe (@OptaJoe) January 23, 2020
Það má síðan ekki gleyma því að það var einmitt Bobby Firminos sem skoraði sigurmarkið í báðum leikjum Liverpool í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fór einmitt fram í Katar.
Firmino skoraði þá sigurmarkið í framlengingu í 2-1 sigri á Monterrey í undanúrslitunum og svo eina markið í úrslitaleiknum á móti Flamengo en það mark kom líka í framlengingu.
Þetta þýðir að öll tíu mörk Bobby Firmino í öllum keppnum á tímabilinu hafa komið utan Liverpool-borgar.
Mörkin hjá Bobby Firmino 2019-20 og mikilvægi þeirra
Sigurmark á móti Wolves í 2-1 sigri [+2 stig]
Sigurmark á móti Tottenham í 1-0 sigri [+2 stig]
Tvö mörk á móti Leicester í 4-0 sigri
Sigurmark á móti Crystal Palace í 2-1 sigri [+2 stig]
Seinna markið á móti Chelsea í 2-1 sigri [+2 stig]
Þriðja markið á móti Burnley í 3-0 sigri
Seinna markið á móti Southampton í 2-1 sigri [+2 stig]
+
Sigurmark á móti Monterrey í 2-1 sigri
Sigurmark á móti Flamengo í 1-0 sigri
Mörk á heimavelli: 0 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum
Mörk á útivelli: 10 mörk í 17 leikjum í öllum keppnum