Enski boltinn

Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea lenti undir gegn West Ham United en svaraði með fimm mörkum.
Chelsea lenti undir gegn West Ham United en svaraði með fimm mörkum. epa/VINCE MIGNOTT

Joao Pedro skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Chelsea rúllaði yfir West Ham United, 1-5, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Lucas Paquetá kom West Ham yfir en Chelsea svaraði með fimm mörkum í röð. Joao Pedro skoraði eitt markanna og Pedro Neto, Enzo Fernández, Moises Caicedo og Trevor Chalobah voru einnig á skotskónum.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: West Ham-Chelsea 1-5

Chelsea gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í 1. umferðinni en minnti heldur betur á sig í gær. 

Cole Palmer meiddist í upphitun og lék ekki með Chelsea en það kom ekki að sök. Brassinn ungi, Estevao, kom inn í byrjunarliðið í stað Palmers og lagði þriðja mark liðsins upp eftir gott einstaklingsframtak. Hann er yngsti leikmaðurinn sem hefur lagt upp mark fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en Estevao er aðeins átján ára.

West Ham hefur tapað báðum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 1-8. Hamrarnir hafa einungis unnið fimm af tuttugu deildarleikjum undir stjórn Grahams Potter sem tók við liðinu í janúar.


Tengdar fréttir

Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“

Graham Potter, knattspyrnustjóri West Ham United, var niðurlútur eftir 1-5 tap fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann sagði varnarleik Hamranna ekki vera nógu góðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×