Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 13:30 Arnar lék alls 39 leiki fyrir Leicester og skoraði fjögur mörk. vísir/getty Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira
Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Sjá meira