Tíu leikmenn Liverpool liðsins hafa aldrei tapað á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 10:00 Sadio Mane hefur aldrei tapað á Anfield en Bobby Firmino var með í síðasta tapleiknum í apríl 2017. Getty/John Powell Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Liverpool er á góðri leið með að tryggja sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990 og getur náð nítján stiga forskot á toppi deildarinnar með sigri á West Ham í London í kvöld. Liverpool liðið hefur unnið 22 af 23 deildarleikjum sínum á leiktíðinni og hefur ekki tapað í 40 deildarleikjum í röð. Stemmningin á Anfield, heimavelli Liverpool, er engu lík og stuðningsmenn félagsins muna varla eftir síðasta tapleik liðsins á vellinum. Það er kannski ekkert skrýtið því tíu leikmenn í leikmannahópi Liverpool í dag hafa aldrei tapað deildarleik á Anfield. Liverpool lék sinn 50. deildarleik í röð án taps þegar liðið vann Úlfana í síðasta leik ársins en hefur síðan unnið báða leiki sína á Anfield, fyrst 2-0 sigur á Sheffield United og svo 2-0 sigur á Manchester United. Síðasta deildartap Liverpool á Anfield kom á móti Crystal Palace 23. apríl 2017. Sadio Mane er sá af þeim sem hefur spilað flesta leiki á Anfield án þess að tapa en þeir eru núna orðnir 59 talsins. Af þessum 59 leikjum Mane á Anfield hafa 50 þeirra unnist. Mane var leikmaður Liverpool í apríl 2017 en missti af leiknum á móti Crystal Palace vegna hnémeiðsla. Mane missti líka af tapleik á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea City í janúar þetta sama tímabil því hann var þá í landsliðsverkefni með Senegal. Gylfi skoraði sigurmark Swansea í þeim leik sem er næstsíðasta deildartap Liverpool á Anfield. Hinir taplausu leikmennirnir eru: Mohamed Salah (49 leikir), Andy Robertson (43 leikir), Virgil van Dijk (38 leikir), Alisson Becker (27 leikir), Alex Oxlade-Chamberlain (23 leikir), Fabinho (21 leikur), Naby Keita (15 leikir), Xherdan Shaqiri (15 leikir) og Adrian (6 leikir). Næsti heimaleikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er á móti Southampton um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira