Manchester United vill fá Jude Bellingham, 16 ára miðjumann Birmingham City.
Enskir fjölmiðlar greina frá því að United hafi boðið Birmingham um 12,5 milljónir punda í Bellingham.
Strákurinn lék sinn lék fyrsta leik fyrir aðallið Birmingham í ágúst á síðasta ári, þá aðeins 16 ára og 38 daga gamall. Hann er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir aðallið Birmingham í sögu félagsins.
Bellingham hefur leikið 24 leiki fyrir Birmingham á þessu tímabili og skorað þrjú mörk.
Frammistaða Bellinghams hefur vakið athygli stórliða í Evrópu og hann er ofarlega á óskalista margra þeirra.
United vill fá 16 ára undrabarn Birmingham
