Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United.
Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum.
Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum.
Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter.
Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw
— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020
Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns.
Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United.
Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall.
Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla.
Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili
— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020
Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United:
Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða
George Best: 21 árs og 7 mánaða
Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða
Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða
Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða
Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða
Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða