Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð Jón Hjalti Eiríksson skrifar 15. janúar 2020 08:00 Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláskógabyggð Þjóðgarðar Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Okkur Biskupstungnamönnum þykir vænt um afréttinn okkar. Stór hluti af samfélagi okkar, menningu og sveitarbrag tengist afréttinum. Þar komum við saman og vinnum saman sem samfélag, í sjálfboðaliðastarfi við landgræðslu, uppbyggingu innviða og umhverfisvernd. Þaðan kemur féð fyrir stærstu sveitarhátíð ársins, réttirnar. Þangað fór maður sem krakki í bíltúr með ömmu og afa og hlustaði á sögur, sögur af kindum og eftirleitum, sögurnar af Reynistaðabræðrum og af Dúfunefsskeiði. Þar eiga sér sögusvið, sögurnar sem við segjum hvert öðru, af hetjuskap og hrakförum forfeðra okkar og okkar sjálfra. Söguna af því þegar afi og félagar biðu í marga klukkutíma eftir að þokunni létti, þokunni sem var hvergi annarstaðar en í dældinni þar sem þeir biðu. Söguna af því þegar við stórfjölskyldan fórum fyrst með umfram hey í barðið inni í Tjarnheiðarbrún til að stöðva uppblásturinn, ég var þar yngstur 7 mánaða gamall og Þórunn amma elst á áttræðisaldri. Um Móruferðirnar haustið sem við lentum í bylnum, og við frænka mín eltum Móru frá Heiði og Fögruhlíðar-Frökk innan frá jökli, upp í Sandfell, komum þeim austur yfir Fúlukvísl, þá upp á Þverfell og alla leið upp á toppinn á Rauðkolli og þar niður í skriðu. Afrétturinn togar okkur til sín, í fjallferðir og eftirleitir, í gönguferðir, í hestaferðir, í jeppaferðir. Við sveitungarnir sinnum málefnum afréttarins á ýmsum vettvangi, í sveitarstjórn og fjallskilanefnd, í Landgræðslufélaginu og veiðifélaginu, sem fjallkóngar og fyrirliðar og svo bara sem við sjálf án nokkurs embættis. Afrétturinn er óaðskiljanlegur hluti af sveitinni okkar, hluti sem við eigum öll saman. Afrétturinn okkar verður að stærstum hluta inni í boðuðum miðhálendisþjóðgarði. Í þjóðgarði verður afrétturinn hluti af stærra rekstrarsvæði með afréttum annarra sveita. Um málefni þess vélar umdæmisráð, með fulltrúa sveitarfélagsins, fulltrúum annarra sveitarfélaga, hagsmunaaðila og félagasamtaka. Umdæmisráðið fær verkefni eins og að „Hafa umsjón með gerð tillögu...“, „Veita umsögn um drög...“ „Gera tillögu til stjórnar..“, „Fjalla um umsóknir um leyfi...“ „Koma að undirbúningi samninga...“ o.s.frv. svo tekin séu dæmi úr drögum að frumvarpi um þjóðgarðinn. Svo verða þjóðgarðsverðir og þjóðgarðsstjórn með fulltrúum þessa og fulltrúum hins og þjóðgarðastofnun með forstjóra og svo heyrir þetta allt undir ráðherra. Svo verður stjórnar og verndaráætlun, atvinnustefna og ársáætlun, fjárhagsrammi og rekstraráætlun og samstarfsamningar. Allt mjög skilvirkt semsagt. Einhvernveginn sé ég ekki staðinn fyrir okkur þarna. Sé ekki staðinn fyrir fjallferðamenninguna, fyrir sögurnar okkar og tengsl kynslóðanna við landið, fyrir frumkvæðið og ástríðuna til að sinna því sem okkur er kært, til að sinna afréttinum okkar. Ég er hræddur um að strengurinn sem tengir okkur Tungnamenn við svæðið, við afréttinn okkar, geti slitnað, í öllum ráðunum og áætlununum, skriffinnskunni og ferlunum. Hræddur um að næsta kynslóð Tungnamanna fái ekki að fara á fjall, fara í landgræðsluferðir, hlusta á sögurnar af landinu og hetjudáðum forfeðranna, vinna að framfaramálum á afréttinum af áhuga. Fái það ekki og vilji það ekki þegar skriffinnskan hefur drepið allan áhuga. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð. Það er ekki af eintómri tilfinningasemi sem mér líst illa á þessi áform. Svona batterí kostar líka heil ósköp og það verður enginn annar en ríkissjóður sem fær að blæða. Ríkissjóður, sem hefur nóg annað til að verja sínum peningum í. Talsmenn stofnunar þjóðgarðs vísa nokkuð til skýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands: „Áhrif friðlýstra svæða á framleiðslu og atvinnu í næsta umhverfi“. Þeir láta að því liggja að hún sýni það að friðlýsing skapi einhver ósköp verðmæta vegna aukinnar ferðamennsku. Það gerir skýrslan alls ekki. Hún sýnir bara það að ferðamenn sem skoða friðlýst svæði kaupa vörur og þjónustu þar í kring, sem hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Það er ekkert sem segir að þeir geri það ekki að sama skapi þó engin hefði verið friðlýsingin. Sú hugmynd að ágóði af ferðamönnum aukist eitthvað við stofnun þjóðgarðs er óskhyggja. Það þarf ekki þjóðgarð til að ákveða að skemma ekki okkar fallega land, það þarf ekki þjóðgarð til að sýna ferðamönnum okkar fallega land. Ef að ríkisvaldið langar þessi reiðinnar býsn að verja peningum skattborgaranna í uppbyggingu ferðamannastaða á miðhálendinu er það svosem gott og blessað. En ég fæ ekki séð að stofnun þjóðgarðs sé forsenda þess. Geti jafnvel dregið úr því sem fæst fyrir peninginn, því eitthvað kostar yfirbyggingin. Þess vegna vil ég engan andskotans þjóðgarð.Höfundur er Tungnamaður.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar