Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2020 12:15 Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna. Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna.
Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent