Gylfi fékk falleinkunn fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný tekinn fyrir hjá blaðamanni Liverpool Echo. Getty/ Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira