Þjóðgarður er ekki þjóðgarður Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir skrifar 4. janúar 2020 20:15 Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það sem gerir þjóð að þjóð er arfleið, saga og menning. Þjóðgarður er gildishlaðið orð sem vekur upp þjóðerniskennd og stolt og það gerir orðið þjóðgarður líka. En þjóðgarður er ekki allur þar sem hann sýnist. Þegar landsvæði er breytt í þjóðgarð er ekki verið að búa til garð þjóðarinnar né hugsa um afleiðingar fyrir þjóðina og enn síður almenna búsetu í dreifðari byggðum landsins. Auð þorp og atvinnuleysi Bændur hafa í gegnum tíðina nýtt hálendið til beitar fyrir fé sitt vegna þess að tún dugðu með naumindum fyrir vetrarforða. Sauðfjárrækt hélt lífi í okkur Íslendingum fyrr á öldum, háð duttlungum náttúrunnar, en nú þykir torfkofabúskapur ekki smart. Náttúran er orðin söluvara í ferðamannabransanum. Sveitarfélög hafa til þessa haft skipulagsvald á hálendinu og haft hemil á átroðningi en með stofnun þjóðgarðs verður það tekið frá þeim. Við hér í dreifðum byggðum landsins missum forsjána, en vissulega er hálendið auðlind þjóðarinnar, líkt og kvótinn sem var hreinsaður af landsbyggðinni og skildi eftir auð þorp og atvinnuleysi. Í hrópandi minnihluta Nú hefur sveitarfélögum verið úthlutað sæti í þjóðgarðsráði. Ég skora á sveitarfélög landsins að standa vörð um hálendið og auðlindir þess, en það að hafa einungis eitt sæti í þjóðgarðsráði í hrópandi minnihluta er ekki fýsilegur kostur. Fyrirtæki á hálendinu sem heimamenn hafa rekið eru oftast mönnuð af heimamönnum til að halda störfum í byggðinni en önnur fyrirtæki, aðallega af höfuðborgarsvæðinu, ráða ekki endilega starfsmenn úr sveitafélaginu. Við í dreifbýlinu fáum ekki að manna þau störf sem til falla í þjóðgarði og það mun hafa neikvæð áhrif á byggðaþróun í landinu. Það má ekki túlka orð mín svo að ég sé á móti verndun hálendisins. Þvert á móti, ég lít á þetta sem minn bakgarð sem ég vil vernda og hlúa að. Ég treysti sveitarfélögunum fyllilega til að vernda hálendið og sé enga þörf á að stýra þurfi hálendinu annars staðar frá. Að skapa sér sérstöðu hefur sýnt sig að vera vænlegt til árangurs í viðskiptum en hér höfum við misst sjónar af sérstöðunni. Hún er ekki bara náttúran okkar fagra, heldur líka arfleifðin og sagan; sögurnar af fjallmönnum og gangnamönnum sem hröktust dögum saman í sauðaleit, svangar hetjur í kulda og vosbúð, kannski ekkert sérstaklega smart en þó satt. Hálendið í gíslingu Að taka hálendið af sveitarfélögunum er eins og að segja Grikkjum að hætta að gera fetaost! Við megum ekki gleyma hver við erum né hvaðan við komum. Hálendið hefur ekki látið á sjá eftir fjallamenn og bændur, það eru ferðamenn sem eru að vaða stjórnlaust um í bakgarði okkar. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun hafa til skiptis haldið skipulagi Landmannalauga í gíslingu vegna fyrirhugaðs þjóðgarðs, mér telst til að það séu komin 6 ár, en á meðan traðka ferðamenn niður svæðið. Það er ámælisvert, sveitarfélagið Rangárþing ytra var með tilbúið skipulag fyrir 6 árum en fær ekki framkvæmdaleyfi af einhverjum ástæðum. Fundir um stofnun hálendisþjóðgarðs sem auglýstir hafa verið sem samráðsfundir við íbúa hafa verið illa auglýstir og gagnslitlir. Ég skora á íbúa sveitarfélaga og sveitarstjórnir landsins að vakna úr dvala, halda forsjá í heimabyggð og standa vörð um atvinnumöguleika á sínu svæði, auðlindir þjóðarinnar og hagsmuni okkar allra.Höfundur er íbúi á Suðurlandi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun