Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera. Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn. Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins. Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær. Or one Gylfi Sigurdsson https://t.co/je0fbKU8vZ— Carl Markham (@carlmarkham) January 5, 2020 Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt. Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda. Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær: Adrián Neco Williams Nathaniel Phillips Joe Gomez James Milner Adam Lallana Pedro Chirivella Curtis Jones Harvey Elliott Takumi Minamino Divock Origi Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Sjá meira