Enski boltinn

Segja að allt byrjunarlið Liverpool í gær hafi kostað minna en Gylfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á móti Liverpool í gær. Getty/Clive Brunskill

Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Everton hafi átt erfitt með að sætta sig við tap á móti varaliði Liverpool í enska bikarnum í gær en fáir fengu að finna fyrir því meira en íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

Gylfi fékk mjög slæma dóma fyrir frammistöðu sína á móti unglingunum í Liverpool liðinu og eftir svona leik er verðmiði Gylfa mjög þungur kross að bera.

Gylfi byrjaði vel undir stjórn Carlo Ancelotti og hefur verið í byrjunaliði Ítalans í öllum leikjunum. Ancelotti hefur hins vegar tekið Gylfa af velli í síðustu tveimur leikjum þar sem íslenska landsliðsmanninum hefur gengið illa að koma sér inn í leikinn.

Það sem gerir þetta tap á Anfield enn sárara eða að Jürgen Klopp hvíldi alla stjörnuleikmenn sína í þessum leik og byrjunarliðið var að mestu skipað leikmönnum úr akademíu félagsins.

Gagnrýnendur íslenska landsliðsmannsins hafa líka bent á það að Gylfi kostaði jafnmikið eða jafnvel meira en allt byrjunarlið Liverpool í leiknum gær.



Byrjunarlið Liverpool kostaði samanlagt 43,95 milljón pund samkvæmt útreikningnum hér fyrir ofan en Everton keypti Gylfa á 44,46 milljónir punda frá Swansea í janúar 2017 samkvæmt upplýsingum frá Transfermarkt.

Byrjunarlið Everton í þessu 1-0 bikartapi á móti nágrönnum sínum kostaði samanlagt 221,06 milljónir punda.

Gylfi er með 2 mörk og 1 stoðsendingu í 23 leikjum með Everton í öllum keppnum á þessu tímabili.

Byrjunarliðsmenn Liverpool í leiknum í gær:

Adrián

Neco Williams

Nathaniel Phillips

Joe Gomez

James Milner

Adam Lallana

Pedro Chirivella

Curtis Jones

Harvey Elliott

Takumi Minamino

Divock Origi

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hjá Curtis Jones í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×