Fíknistríðið Jónína Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2020 09:00 Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rómur Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fíknistríðið (e. War on Drugs) er mér hulin ráðgáta. Þetta er eftir minni bestu vitneskju lengsta stríð sem mannkynið hefur háð og ég geri ráð fyrir að þetta sé stríð sem við munum tapa ef við skiptum ekki um hernaðaráætlun. En við hverja er stríðið, hverjir eru þátttakendur í því? Eru það þeir sem nota vímuefni, framleiðendur, sölufólk eða erum það við, almenningur? Það er nokkuð ljóst að gildandi stefna í vímuefnamálum hefur ekki skilað settum árangri. Stefnan á rætur sínar að rekja til ársins 1930 þegar Bandaríska alríkisstofnunin gegn vímuefnum var stofnuð. Mikil áhersla er lögð á að fólk verði edrú og því refsað ef það er það ekki. Mörg lönd, þar á meðal Ísland, hafa fylgt þessari stefnu eftir, samanber stefnan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. Er ekki kominn tími til þess að við hugum að því hvað við getum gert öðruvísi í stað þess að hjakka í sama farinu? Það kemur reglulega í umræðuna að við séum að missa tökin, að vímuefnafaraldur geisi um landið. Stór hluti landsmanna hefur ekki beina tengingu inn í þennan heim og sér fyrir sér glæpamenn og siðlausa einstaklinga sem svífast einskis. Bæði stjórnvöld og menning okkar hafa mótað í undirmeðvitund okkar að vímuefnaneytendur séu vont fólk. Þetta er þó ekki rétt. Vímuefnaneytendur eru af uppistöðu fremur sjúklingar en glæpamenn. Hópur sjúklinga sem okkur sem samfélagi þykir í lagi að við kúgum, smánum og vanvirðum. Hópur sjúklinga sem fær ekki sömu meðferð og við sem neytum löglegra vímugjafa um helgar í hóflegu magni, því samfélagið samþykkir þá hegðun frekar. Sektir og varðhaldsvistir skila ekki öðru en auknu álagi á samfélagið. Fíkn er sjúkdómur sem fólk hefur ekki mikinn skilning á. Algengt er að vímuefnaneytendum sé ekki sýnd samúð eða samkennd á sama hátt og einstaklingum sem kljást við aðra sjúkdóma. Þeir verða fyrir miklum fordómum og eru oft allir settir undir sama hatt. Stimplun og fordómar einkennast af neikvæðum viðhorfum og skoðunum í garð ákveðinna hópa sem er oft byggt á þekkingarleysi og fyrirfram ákveðnum hugmyndum sem geta haft áhrif á tækifæri þeirra til þess að sigrast á fíkninni. Fordómar geta haft alvarlegar afleiðingar á lífsgæði fólks, meðal annars sjálfstraust, myndun sjálfsmyndar og von einstaklinga. Fordómar geta einnig stuðlað að félagslegri einangrun og haft áhrif á atvinnumöguleika. Stimplun ýtir undir og styrkir staðalímyndir, mismunun og aðskilnað hópa sem hefur áhrif á margvíslega þætti í lífi fólks til dæmis eins og þegar fólk þarf að leita sér aðstoðar hjá fagfólki eða á stofnunum. Stimplun kemur því oft í veg fyrir að einstaklingar leiti sér faglegrar aðstoðar við kvillum, hvort sem þeir eru andlegir eða líkamlegir. Áfengis- og vímuefnasjúklingar eru fyrst og fremst sjúklingar sem eiga það margir hverjir sameiginlegt að hafa orðið fyrir þungbærum áföllum, sama hvort það var fyrir eða eftir að vímuefnaneyslan hófst. Þessi áföll stuðla oftar en ekki að neyslu, bæði að upphafi neyslu og svo að áframhaldandi neyslu vímugjafa því það er auðveldara að lifa með því að nota efni. Neysla vímugjafanna er því bjargráð, fólk er að gera það sem það getur til þess að lifa með áföllunum sem það hefur orðið fyrir. Í stað þess að einblína á stefnu sem gengur einna helst út á það að refsa fólki ættum við kannski að prófað eitthvað allt annað. Eins og til dæmis að sýna fólki virðingu, kærleik, stuðning og samkennd. Í stað þess að þvinga fólk til þess að verða edrú væri hægt að skrifa upp á lyfseðla fyrir neysluskömmtum, rétt eins og er gert við öðrum sjúkdómum. Með því má fækka glæpum þar sem dagskammtur getur kostað fólk allt að 50.000 krónur á svörtum markaði. Það segir sér sjálft að það er erfitt að standa undir slíkum kostnaði. Fólk gæti hætt feluleiknum og stöðugum ótta við lögregluna og átt möguleika á því að lifa betra lífi í neyslu í stað þess að vera í harki hvern einasta dag. Spítala heimsóknum, afskiptum lögreglu, fangelsisvistunum og smitsjúkdómum myndi fækka. Ég tel að okkur beri skylda til þess að skoða aðrar leiðir til þess að styðja betur við vímuefnaneytendur því þær leiðir sem við höfum notað hingað til hafa einungis stuðlað að jaðarsetningu. Það er mjög erfitt að reyna að koma þessum hugmyndum á framfæri í fáum orðum. Ég mæli því með fyrir þá sem hafa áhuga á málaflokknum eða vilja kynna hann sér betur að lesa bókina Að hundelta ópið eftir Johann Hari. Bókin er mjög áhugaverð og hefur vakið heimsathygli. Hún fjallar um þörfina á nýrri sýn þar sem gildandi skoðunum á fíkn og vímuefnum er ögrað og ólíkum skoðunum um hvernig er hægt að nálgast vímuefnavanda.Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun