Ekki traustsins verð Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. ágúst 2020 12:30 Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Úr ríkissjóði fara milljarðar til fyrirtækja í vanda í þeirri von að þau geti hafið starfsemi að nýju eftir að faraldurinn hefur gengið yfir. Slíkur stuðningur er réttlætanlegur og nauðsynlegur í miðjum heimsfaraldri og í fordæmalausri stöðu en þá verður líka að tryggja um leið að sérhagsmunir ráði ekki för og stuðningurinn má ekki vera nánast skilyrðislaus. Því miður er raunin önnur. Með lagasetningu hefur ríkisstjórnin unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að gefa fyrirtækjum algjört sjálfdæmi um endurráðningar eftir starfsaldursröð og kynt undir ósætti á vinnumarkaði. Hún hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá almennum skattgreiðendum sem halda uppi velferðarkerfinu. Stjórnarflokkarnir hafa með lagasetningu sinni látið undan kröfum stórra fyrirtækja um stóra samruna og gefið þeim sjálfdæmi um samráð á markaði. Og samtímis neitað alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum. Skattaskjól engin fyrirstaða Við jafnaðarmenn lögðum til að þau fyrirtæki sem hefðu verið í virkum tengslum við skattaskjól síðastliðin þrjú ár fengju ekki styrk úr ríkissjóði, enda hefðu þau sjálf sagt sig frá stuðningi skattgreiðenda með hátterni sínu. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu og gerðu engar athugasemdir við ríkisstyrki til skattsvikara af því tagi. Aðgerðarleysi í loftlagsmálum Við lögðum einnig til að krafa um loftslagsbókhald og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum yrði gerð til stærri fyrirtækja sem fengju ríkisstuðning. Loftslagsváin er stærsta sameiginlega vandamál mannkyns. Loftslagsváin hverfur ekkert eða tekur pásu á meðan við erum að glíma við heimsfaraldur. Við vildum gera þá einföldu kröfu að fyrirtæki sem segja 10 manns eða fleiri upp settu loftslagsmálin á dagskrá ef þau hefðu ekki nú þegar gert það. Fyrirtækin tækju stöðuna á loftslagsbókhaldi fyrirtækjanna og geri áætlun til næstu fimm ára. Stjórnarflokkarnir höfnuðu þessu skilyrði og vildu ekki setja loftslagsmálin á dagskrá. Veiking Samkeppniseftirlitsins Við mótmæltum því harðlega þegar stjórnarflokkarnir létu undan háværum kröfum stórfyrirtækja og samtaka þeirra um að veikja íslenskt samkeppniseftirlit með breytingu á samkeppnislögunum. Samkeppniseftirlitið og fleiri höfðu bent á að viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 geti haft mikil áhrif á samkeppnishæfni Íslands og lífskjör í landinu um langt skeið. Þess vegna væri mikilvægt að stjórnvöld tryggi að viðbrögð verði ekki á þá leið að minnka samkeppni, veikja samkeppnislög eða Samkeppniseftirlitið. Þessi varnaðarorð hunsuðu stjórnarflokkarnir og samþykktu að auðvelda samruna stórra fyrirtækja sem eiga nú sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Við í Samfylkingunni höfnuðum þessum breytingum alfarið og vildum verja hag neytenda og almennings í þessum efnum. Við töldum slíkar breytingar á samkeppnislögum ekkert erindi eiga í miðjum veirufaraldri og mesta samdrætti lýðveldissögunnar þegar veruleg hætta er á samþjöppun í efnahagslífinu sem gengur gegn hag neytenda. Endurráðning í starfsaldursröð Við í Samfylkingunni lögðum til að skýrt yrði kveðið á um í lögum um stuðning við fyrirtæki í uppsagnarfresti, að við endurráðningu yrði farið eftir starfsaldursröð. Þessu höfnuðu stjórnarflokkarnir eindregið. Þau vildu að fyrirtækin hefðu frjálsar hendur um endurráðningu og að hefðir á vinnumarkaði yrði ekki virtar. Nú hefur komið í ljós að Icelandair, fyrirtækið sem hefur fengið stærstan hluta aðstoðarinnar, hefur kosið að ganga fram hjá fólki með langa starfsreynslu og gera að því er virðist með því tilraun til að brjóta upp stéttarfélagssamstöðu flugfreyja sem átt hafa í erfiðri kjarabaráttu. Í stað þess að vinna að sátt og ró virðist fyrirtækið ganga fram hjá starfsfólki sem beitti sér í kjarabaráttunni. Svona aðfarir eiga ekki að sjást á okkar tímum og brýnt er að standa vörð um samningsrétt og rétt launafólks til að berjast fyrir kjörum sínum án ótta við afleiðingarnar. Leynist einhverjum að hér á landi sé ríkisstjórn sérhagsmuna við völd? Ríkisstjórn sem á erfiðum tímum ver hag stórra fyrirtækja í einokunarstöðu og vinnur um leið gegn hag almennings og launamanna. Slík ríkisstjórn er ekki á vetur setjandi. Hvað gerist næst? Á næstu vikum þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir sem varða heilsu fólks en einnig um afkomu fyrirtækja í vanda, afkomu þeirra sem misst hafa vinnuna og menntun barna og ungmenna í landinu. Ákvarðanir sem hafa félagsleg áhrif á stóra hópa en einnig efnahagleg áhrif. Treystir fólk þessari ríkisstjórn til að vinna að almannahag? Það geri ég ekki. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun