Atvinnumál – mál málanna Gauti Jóhannesson skrifar 11. ágúst 2020 07:30 Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Djúpivogur Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Gauti Jóhannesson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er hverju sveitarfélagi nauðsynlegt. Undanfarna mánuði höfum við verið rækilega minnt á þessa staðreynd, áhrif kórónuveiru faraldursins hafa séð til þess. Ekki er síður mikilvægt að atvinnulífið sé fjölbreytt þannig að sem flestir geti fundið störf við hæfi. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi er full ástæða til bjartsýni hvað þetta varðar. Mikill vöxtur hefur einkennt ferðaþjónustu á svæðinu undanfarin ár og gistirýmum hefur fjölgað. Mikill fjöldi gesta kemur akandi á eigin vegum eða í hópferðum og sífellt fleiri skemmtiferðaskip heimsækja Seyðisfjörð, Djúpavog og Borgarfjörð eystri á ári hverju. Miklar væntingar eru gerðar til frekari uppbyggingar á flugvellinum á Egilsstöðum og ekki má gleyma reglulegum ferjusiglingum til Seyðisfjarðar. Laxeldið vex með ári hverju og ljóst að vægi þess í rekstri nýs sveitarfélags á eftir að skipta miklu í framtíðinni. Landbúnaðurinn á svæðinu stendur á gömlum grunni og margvíslegur iðnaður, þjónusta og menningarstarfsemi einnig. Hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni er að styðja markvisst við atvinnulífið og stuðla að frekari uppbyggingu og fjölbreytni. Mikilvægt er að styðja þau fyrirtæki sem eru fyrir á svæðinu en ekki síður frumkvöðla, smáframleiðendur og nýsköpun og að allir eigi kost á stuðningi þar sem það á við. Með það fyrir augum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að í sameinuðu sveitarfélagi verði í boði skilvirk ráðgjöf á sviði atvinnumála með áherslu á samráð og samstarf og þannig stuðlað að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu til hagsbóta fyrir sveitarfélagið í heild. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum Það ástand sem við nú búum við er tímabundið. Þegar þessu fordæmalausa tímabili lýkur þá er leiðin til baka vörðuð öflugri og fjölbreyttri sókn í atvinnumálum. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Settu X við D á kosningadaginn. Með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélagsins er framtíðin björt. Höfundur er sveitarstjóri Djúpavogshrepps og fyrsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar