Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2020 12:48 FH-ingar vonast til að geta spilað í Evrópukeppni á heimavelli 27. ágúst. VÍSIR/BÁRA FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. Forráðamenn knattspyrnufélaganna sem eiga lið í Evrópukeppnum í fótbolta eiga fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og forráðamönnum KSÍ í dag. Þar verður reynt að finna lausn til þess að FH geti spilað við Dunajská Streda í Kaplakrika eftir hálfan mánuð, og hvernig málum verður háttað hjá KR, Breiðabliki og Víkingi R. sem eru öll á leið í útileiki – KR í forkeppni Meistaradeildar en hin liðin í forkeppni Evrópudeildar. Þá hafa forráðamenn Vals óskað eftir því að vera gestgjafar í forkeppni Meistaradeildar kvenna, þar sem leika á í október. Öllum fótboltaleikjum á Íslandi hefur verið frestað frá og með 31. júlí síðastliðnum, og óvíst hvenær leyfilegt verður að spila að nýju, vegna kórónuveirufaraldursins. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir afar mikilvægt að FH verði gert kleyft að spila leikinn á heimavelli en UEFA þarf staðfestingu þess efnis fyrir kl. 11 í fyrramálið. „Ömurlegt“ ef ekki er hægt að halda Evrópuleik á Íslandi „Við þurfum að sjá hversu skýr svör yfirvöld geta gefið okkur, en annars þurfum við að finna aðrar lausnir. Það er þá á okkar ábyrgð að finna leið til að spila á óháðum velli [erlendis], sem við munum auðvitað skoða ef á þarf að halda. En það er auðvitað mikil synd ef við getum ekki haldið einn Evrópuleik á Íslandi. Alveg ömurlegt,“ segir Valdimar. Valdimar segir stóra vandamálið felast í því að fá undanþágu frá þeim sóttvarnareglum sem banni fullorðnum að spila fótbolta. Í framhaldinu þurfi svo að takast á við það hvernig tekið verði á móti hinum erlendu gestum. Ef að reglum verður ekki breytt á næstu vikum blasir við sama staða þegar enska landsliðið ætti að koma til landsins í byrjun næsta mánaðar, til að spila við Ísland í Þjóðadeild UEFA. „Við getum auðvitað velt því upp fyrir okkur hvort að íslensku landsliði yrði bannað að taka þátt, í alþjóðlegri keppni á vegum UEFA. Við hljótum að horfa til þess að sömu sjónarmið gildi fyrir íslensk félagslið. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan fótbolta, og það skiptir máli að við getum tekið þátt í okkar alþjóðlegu skuldbindingum,“ segir Valdimar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH KR Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Gæti verið fleygt úr Evrópukeppnunum setji stjórnvöld strangari ferðatakmarkanir KR, FH, Breiðablik og Víkingur eiga á þeirri hættu að vera send úr leik í Evrópukeppninni munu hér á landi ríkja strangar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar. 5. ágúst 2020 09:30