Fótbolti

„Þeir líta ekki út eins og Barcelona“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna marki Lionel Messi í gær.
Leikmenn Barcelona fagna marki Lionel Messi í gær. vísir/getty

Michael Owen, fyrrum framherji og nú sparkspekingur hjá BT Sport, segir að Barcelona sé ekki svipur hjá sjón og liðið sé að verða of gamalt.

Barcelona komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær með 3-1 sigri á Napoli í síðari leik liðanna í gærkvöldi.

Samanlagt endaði viðureignin 4-2 en Napoli átti fjölmörg góð tækifæri til þess að laga stöðuna og búa til spennandi leik.

„Þegar þú lítur á skot á mark er bara eitt lið á vellinum. Barcelona lítur ekki út eins og lið sem er að fara alla leið í úrslitaleikinn,“ sagði Owen við BT Sport.

„Barcelona er með hæfileikaríka leikmenn en liðið er að eldast. Það er ekki mikill hraði í sóknarleiknum. Það er ósamræmi í leiknum hjá þeim.“

„Þeir líta ekki út eins og Barcelona. Ég held að það sé endurbygging framundan hjá þeim á næstu leiktíðum,“ sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×