Fótbolti

Svona líta átta liða úr­slitin í Meistara­deildinni út

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Bruyne og félagar mæta Lyon.
De Bruyne og félagar mæta Lyon. vísir/getty

Síðustu leikirnir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar kláruðust í kvöld er Bayern Munchen og Barcelona tryggðu sér tvö síðustu sætin í átta liða úrslitin.

Þessi tvö lið munu einmitt mætast í átta liða úrslitunum, 14. ágúst, en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fer fram í Portúgal.

Atalanta gegn PSG (12. ágúst), Leipzig gegn Atletico Madrid (13. ágúst) og Manchester City gegn Lyon (15. ágúst) eru hinar þrjár viðureignirnar.

Undanúrslitin fara svo fram 18. og 19. ágúst og úrslitaleikurinn sjálfur 23. ágúst.

Stöð 2 Sport mun að sjálfsögðu sýna frá öllum leikjunum sem og undanúrslitunum og úrslitunum og gera þeim góð skil.


Tengdar fréttir

Bayern niðurlægði Chelsea

Bayern München er örugglega komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Samanlagt 7-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×