Legsteinasafn eða birgðageymsla? Eva Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2020 12:18 Deilur landeiganda í Borgarbyggð vegna byggingar undir legsteinasafn Páls Guðmundssonar frá Húsafelli hafa vakið nokkra athygli. Fáir vita þó að samkvæmt ákvörðun sem tekin var einhverntíma fyrir 17. maí 2019 á byggingin alls ekki að hýsa safn, heldur er um venjulegt geymsluhús að ræða. Þetta hljómar ótrúlega enda líklegast orðaleikur sem er ætlað að ryðja brautina fyrir hið raunverulega markmið – að byggja upp ferðamannaiðnað á Húsafellstorfunni. Forsagan Fyrir þá sem ekki eru inni í málinu eru staðreyndir í stuttu máli þessar: Deila stendur milli Sæmundar Ásgeirssonar sem rekur gistiheimilið Gamla bæ að Húsafelli 1 í Borgarbyggð og nágranna hans, Páls Guðmundssonar. Páll býr að Húsafelli 2 en á auk þess landspilduna Bæjargil sem deilir aðkomu og bílastæðum með Gamla bæ. Stjórnsýslumistök urðu til þess að gefið var út leyfi fyrir byggingu legsteinasafns í landi Bæjargils og var húsið reist þrátt fyrir viðvaranir um að látið yrði reyna á gildi leyfisins fyrir dómstólum. Áður hafði verið flutt pakkhús á svæðið sem einnig er umdeilt Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) felldi byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu úr gildi. Páll sótti þá um á nýjan leik og gaf sveitarstjórn út annað leyfi fyrir nákvæmlega sömu framkvæmd Vegna valdþurrðar sveitarstjórnar var ekki hægt að reisa rétt á því leyfi. Héraðsdómur Vesturlangs komst að þeirri niðurstöðu í dómi þann 14. júlí sl. að lögmætt leyfi hefði skort fyrir bæði pakkhúsinu og legsteinasafninu. Páli gert að fjarlægja bygginguna undir legsteinasafnið af lóðinni. Páll var aftur á móti sýknaður af kröfu um að flytja pakkhúsið. Ekki vegna þess að sú bygging væri lögleg heldur af því að Sæmundur hafði ekki krafist þess að hún yrði fjarlægð fyrr en árið 2018 þegar hann var orðinn úrkula vonar um friðsamlega lausn. Þeir sem eru ekki kunnugir staðháttum á Húsafelli furða sig kannski á því hvers vegna Páll velur þennan ákveðna blett fyrir byggingar sínar þrátt fyrir hörð mótmæli nágranna en nægilegt rými er fyrir þær annarsstaðar í landi hans. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni í mars 2018 kemur fram að ætlunin sé að byggingarnar verði hluti húsaþyrpingar. Það er væntanlega þessvegna sem legsteinasafninu og pakkhúsinu var komið fyrir svo nálægt Húsafellskirkju og Gamla bæ. Að sögn Sæmundar hefur áhugafólk um uppbyggingu á Húsafellstorfunni látið í ljós áhuga á að kaupa Gamla bæ. Birgðageymsla í stað sýningarsalar? Þrátt fyrir að byggingarleyfi fyrir legsteinaskálanum hafi verið fellt úr gildi með úrskurði ÚUA þann 6. desember 2018 og þrátt fyrir einarða andstöðu eiganda Gamla bæjar virðast áhugamenn um ferðamannaiðnað á Húsafellstorfunni síður en svo af baki dottnir. Í mars 2020, eftir að dómsmál var hafið, sótti Páll Guðmundsson enn eina ferðina um byggingarleyfi fyrir legsteinasafninu. Húsið var þá þegar risið, Í þetta sinn er þetta 40 milljóna mannvirki kallað „birgðageymsla“ í umsókninni. Þessi breyting á skilgreiningu hússins hafði þó greinilega verið ákveðin nokkru fyrr því athugasemdum Sæmundar við grenndarkynningu árinu áður svarar skipulagsfulltrú Borgarbyggðar, Ragnar Frank, á þá leið að þar sem fallið hafi verið frá hugmyndum um að legsteinaskálinn verði safn muni hann ekki hafa teljandi áhrif á umferð gesta. (Þetta kemur fram í svarbréfi sviðsstjóra Skipulagssviðs við athugasemdum Sæmundar við grenndarkynntri umsókn um byggingarleyfi, dags. 17. maí 2019.) Óljóst er hvort frumkvæðið að þessum orðaleik liggur hjá sveitarfélaginu eða aðstandendum byggingaráforma á svæðinu. Bæði blaðamenn og þeir aðstandendur Páls sem hafa fjallað um málið tala um bygginguna sem “legsteinasafn” enda væri varla talinn mikill menningarlegur skaði af því þótt færa þyrfti birgðageymslu. Skálinn er þó, samkvæmt ummælum skipulagsstjóra og síðustu umsókn, geymsla en ekki sýningarhús sem á að laða að gesti. Sú lending gæti verið ágæt málamiðlun enda ætti birgðageymsla úti í sveit ekki að hafa verulega umferð í för með sér. Yfirlitsteikning af nýjustu tillögu um deiliskipulag fyrir svæðið vekur þó óneitanlega efasemdir um að ætlunin sé einvörðungu sú að varðveita gamla legsteina. Á loftmyndinni hér að ofan sést Gamli bær, sem tilheyrir Húsafelli 1, hann er nr. 1 vinstra megin við veginn, og hluti Bæjargils hægra megin. Á rauða svæðinu eru 10 bílastæði í landi Húsafells 1. Græna svæðið er í landi Bæjargils en þar eru fleiri bílastæði, líklega 10 talsins. Þessi stæði eru sameiginleg fyrir Húsafellskirkju, Húsafell 1 og Bæjargil. Yfirgangurinn nær svo langt að þegar hið ógilda deiliskipulag fyrir Bæjargil var gert hafa hönnuðir þess ákveðið, án samráðs við eiganda Húsafells 1 hvernig stæðum er raðað upp. Ekki bara á því svæði sem verið var að skipuleggja heldur líka á landi Húsafells 1. Sæmundur situr því uppi með þann uppdrátt á samþykktum teikningum. Teikningin til hægri er hluti nýlegrar yfirlitsmyndar (stimpluð 28. maí 2019), sem sýnir áform um uppbyggingu í landi Bæjargils og Húsafells 2. Samkvæmt teikningunni er ætlunin að fækka bílastæðum við Gamla bæ úr tíu stæðum í fimm og setja stæði sem snúa hornrétt á garðinn framan við legsteinaskálann auk þess sem þar er gert ráð fyrir snúningsrými fyrir rútur og aðstöðu til að hleypa farþegum út. Ekki verður með nokkru móti séð að þörf sé á þessari breytingu vegna meintrar geymslu. Í landi Húsafells 2 í nokkurri fjarlægð frá legsteinasafninugeymslunni er gert ráð fyrir fleiri sameiginlegum stæðum. Það liggur þó beinast við fyrir þá sem eiga erindi í „geymsluna“ að fylla fyrst stæðin við Gamla bæ. Bílastæði fyrir birgðageymslu? Hér sést yfirlitsteikningin öll. Hægra megin á myndinni, í landi Húsafells 2 eru stæði sem eiga að þjóna fyrirhuguðum rekstri í landi Bæjargils. Stæðin eru í um 270m fjarlægð frá legsteinasafnigeymslu. Gert er ráð fyrir 32 bílastæðum auk stæða fyrir minnst tvær og allt að fjórum rútum. Þessi stæði eru álíka stór og stæðin við Hraunfossa þar sem tugir þúsunda koma yfir sumarmánuðina og jafnvel um hávetur er umferð þar mikil. Stæðin í landi Húsafells 2 eru sögð sameiginleg en ekki hemur komið fram að Húsafellskirkja hafi þörf fyrir fleiri stæði og þessi stæði munu ekki nýtast eiganda Húsafells 1. Myndin er af mælaborði ferðaþjónustunnar og sýnir umferð við Hraunfossa á árunum 2016-2018. Eiga gestir Páls að skoða birgðageymslu? Enda þótt búast megi við að ferðamenn sem sækja þjónustu í Húsafell 2 og Bæjargil staldri lengur við en þeir sem skoða Hraunfossa er augljóslega reiknað með að mikill fjöldi manns leggi leið sína þangað. Og hvað eiga svo þeir sem leggja í öll þessi stæði að skoða? Ekki legsteinaskálann því hann er jú bara geymsla og að sögn Ragnars Frank, sviðsstjóra skipulagssviðs Borgarbyggðar, mun „[u]mferð akandi og gangandi vegfarenda [í næsta nágrenni við Gamla bæ] lítið sem ekkert aukast miðað við núverandi umferð.“ Líklega reiknar hann með að ferðamenn geri sér ferð á svæðið sérstaklega til að máta þessi fögru bílastæði. Það er í hæsta máta ótrúverðugt að þeir sem standa að baki tugmilljónkróna framkvæmdum í landi Bæjargils séu að því af einskærum menningaráhuga og velvild í garð listamannsins. Mun líklegra er að merkilegri listsköpun og menningarminjum sé ætlað að ryðja brautina fyrir arðbæran ferðamannaiðnað. En þetta er semsagt nýjasta útspil Páls Guðmundssonar og Borgarbyggðar í málinu – að halda því blákalt fram að reist hafi verið geymsluhús en ekki hús undir ferðamannaþjónustu á landi þar sem jafnframt er reiknað með gestum sem fylla tvær til fjórar rútur og 32 bílastæði auk stæðanna í næsta nágrenni Gamla bæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Deilur landeiganda í Borgarbyggð vegna byggingar undir legsteinasafn Páls Guðmundssonar frá Húsafelli hafa vakið nokkra athygli. Fáir vita þó að samkvæmt ákvörðun sem tekin var einhverntíma fyrir 17. maí 2019 á byggingin alls ekki að hýsa safn, heldur er um venjulegt geymsluhús að ræða. Þetta hljómar ótrúlega enda líklegast orðaleikur sem er ætlað að ryðja brautina fyrir hið raunverulega markmið – að byggja upp ferðamannaiðnað á Húsafellstorfunni. Forsagan Fyrir þá sem ekki eru inni í málinu eru staðreyndir í stuttu máli þessar: Deila stendur milli Sæmundar Ásgeirssonar sem rekur gistiheimilið Gamla bæ að Húsafelli 1 í Borgarbyggð og nágranna hans, Páls Guðmundssonar. Páll býr að Húsafelli 2 en á auk þess landspilduna Bæjargil sem deilir aðkomu og bílastæðum með Gamla bæ. Stjórnsýslumistök urðu til þess að gefið var út leyfi fyrir byggingu legsteinasafns í landi Bæjargils og var húsið reist þrátt fyrir viðvaranir um að látið yrði reyna á gildi leyfisins fyrir dómstólum. Áður hafði verið flutt pakkhús á svæðið sem einnig er umdeilt Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) felldi byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu úr gildi. Páll sótti þá um á nýjan leik og gaf sveitarstjórn út annað leyfi fyrir nákvæmlega sömu framkvæmd Vegna valdþurrðar sveitarstjórnar var ekki hægt að reisa rétt á því leyfi. Héraðsdómur Vesturlangs komst að þeirri niðurstöðu í dómi þann 14. júlí sl. að lögmætt leyfi hefði skort fyrir bæði pakkhúsinu og legsteinasafninu. Páli gert að fjarlægja bygginguna undir legsteinasafnið af lóðinni. Páll var aftur á móti sýknaður af kröfu um að flytja pakkhúsið. Ekki vegna þess að sú bygging væri lögleg heldur af því að Sæmundur hafði ekki krafist þess að hún yrði fjarlægð fyrr en árið 2018 þegar hann var orðinn úrkula vonar um friðsamlega lausn. Þeir sem eru ekki kunnugir staðháttum á Húsafelli furða sig kannski á því hvers vegna Páll velur þennan ákveðna blett fyrir byggingar sínar þrátt fyrir hörð mótmæli nágranna en nægilegt rými er fyrir þær annarsstaðar í landi hans. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni í mars 2018 kemur fram að ætlunin sé að byggingarnar verði hluti húsaþyrpingar. Það er væntanlega þessvegna sem legsteinasafninu og pakkhúsinu var komið fyrir svo nálægt Húsafellskirkju og Gamla bæ. Að sögn Sæmundar hefur áhugafólk um uppbyggingu á Húsafellstorfunni látið í ljós áhuga á að kaupa Gamla bæ. Birgðageymsla í stað sýningarsalar? Þrátt fyrir að byggingarleyfi fyrir legsteinaskálanum hafi verið fellt úr gildi með úrskurði ÚUA þann 6. desember 2018 og þrátt fyrir einarða andstöðu eiganda Gamla bæjar virðast áhugamenn um ferðamannaiðnað á Húsafellstorfunni síður en svo af baki dottnir. Í mars 2020, eftir að dómsmál var hafið, sótti Páll Guðmundsson enn eina ferðina um byggingarleyfi fyrir legsteinasafninu. Húsið var þá þegar risið, Í þetta sinn er þetta 40 milljóna mannvirki kallað „birgðageymsla“ í umsókninni. Þessi breyting á skilgreiningu hússins hafði þó greinilega verið ákveðin nokkru fyrr því athugasemdum Sæmundar við grenndarkynningu árinu áður svarar skipulagsfulltrú Borgarbyggðar, Ragnar Frank, á þá leið að þar sem fallið hafi verið frá hugmyndum um að legsteinaskálinn verði safn muni hann ekki hafa teljandi áhrif á umferð gesta. (Þetta kemur fram í svarbréfi sviðsstjóra Skipulagssviðs við athugasemdum Sæmundar við grenndarkynntri umsókn um byggingarleyfi, dags. 17. maí 2019.) Óljóst er hvort frumkvæðið að þessum orðaleik liggur hjá sveitarfélaginu eða aðstandendum byggingaráforma á svæðinu. Bæði blaðamenn og þeir aðstandendur Páls sem hafa fjallað um málið tala um bygginguna sem “legsteinasafn” enda væri varla talinn mikill menningarlegur skaði af því þótt færa þyrfti birgðageymslu. Skálinn er þó, samkvæmt ummælum skipulagsstjóra og síðustu umsókn, geymsla en ekki sýningarhús sem á að laða að gesti. Sú lending gæti verið ágæt málamiðlun enda ætti birgðageymsla úti í sveit ekki að hafa verulega umferð í för með sér. Yfirlitsteikning af nýjustu tillögu um deiliskipulag fyrir svæðið vekur þó óneitanlega efasemdir um að ætlunin sé einvörðungu sú að varðveita gamla legsteina. Á loftmyndinni hér að ofan sést Gamli bær, sem tilheyrir Húsafelli 1, hann er nr. 1 vinstra megin við veginn, og hluti Bæjargils hægra megin. Á rauða svæðinu eru 10 bílastæði í landi Húsafells 1. Græna svæðið er í landi Bæjargils en þar eru fleiri bílastæði, líklega 10 talsins. Þessi stæði eru sameiginleg fyrir Húsafellskirkju, Húsafell 1 og Bæjargil. Yfirgangurinn nær svo langt að þegar hið ógilda deiliskipulag fyrir Bæjargil var gert hafa hönnuðir þess ákveðið, án samráðs við eiganda Húsafells 1 hvernig stæðum er raðað upp. Ekki bara á því svæði sem verið var að skipuleggja heldur líka á landi Húsafells 1. Sæmundur situr því uppi með þann uppdrátt á samþykktum teikningum. Teikningin til hægri er hluti nýlegrar yfirlitsmyndar (stimpluð 28. maí 2019), sem sýnir áform um uppbyggingu í landi Bæjargils og Húsafells 2. Samkvæmt teikningunni er ætlunin að fækka bílastæðum við Gamla bæ úr tíu stæðum í fimm og setja stæði sem snúa hornrétt á garðinn framan við legsteinaskálann auk þess sem þar er gert ráð fyrir snúningsrými fyrir rútur og aðstöðu til að hleypa farþegum út. Ekki verður með nokkru móti séð að þörf sé á þessari breytingu vegna meintrar geymslu. Í landi Húsafells 2 í nokkurri fjarlægð frá legsteinasafninugeymslunni er gert ráð fyrir fleiri sameiginlegum stæðum. Það liggur þó beinast við fyrir þá sem eiga erindi í „geymsluna“ að fylla fyrst stæðin við Gamla bæ. Bílastæði fyrir birgðageymslu? Hér sést yfirlitsteikningin öll. Hægra megin á myndinni, í landi Húsafells 2 eru stæði sem eiga að þjóna fyrirhuguðum rekstri í landi Bæjargils. Stæðin eru í um 270m fjarlægð frá legsteinasafnigeymslu. Gert er ráð fyrir 32 bílastæðum auk stæða fyrir minnst tvær og allt að fjórum rútum. Þessi stæði eru álíka stór og stæðin við Hraunfossa þar sem tugir þúsunda koma yfir sumarmánuðina og jafnvel um hávetur er umferð þar mikil. Stæðin í landi Húsafells 2 eru sögð sameiginleg en ekki hemur komið fram að Húsafellskirkja hafi þörf fyrir fleiri stæði og þessi stæði munu ekki nýtast eiganda Húsafells 1. Myndin er af mælaborði ferðaþjónustunnar og sýnir umferð við Hraunfossa á árunum 2016-2018. Eiga gestir Páls að skoða birgðageymslu? Enda þótt búast megi við að ferðamenn sem sækja þjónustu í Húsafell 2 og Bæjargil staldri lengur við en þeir sem skoða Hraunfossa er augljóslega reiknað með að mikill fjöldi manns leggi leið sína þangað. Og hvað eiga svo þeir sem leggja í öll þessi stæði að skoða? Ekki legsteinaskálann því hann er jú bara geymsla og að sögn Ragnars Frank, sviðsstjóra skipulagssviðs Borgarbyggðar, mun „[u]mferð akandi og gangandi vegfarenda [í næsta nágrenni við Gamla bæ] lítið sem ekkert aukast miðað við núverandi umferð.“ Líklega reiknar hann með að ferðamenn geri sér ferð á svæðið sérstaklega til að máta þessi fögru bílastæði. Það er í hæsta máta ótrúverðugt að þeir sem standa að baki tugmilljónkróna framkvæmdum í landi Bæjargils séu að því af einskærum menningaráhuga og velvild í garð listamannsins. Mun líklegra er að merkilegri listsköpun og menningarminjum sé ætlað að ryðja brautina fyrir arðbæran ferðamannaiðnað. En þetta er semsagt nýjasta útspil Páls Guðmundssonar og Borgarbyggðar í málinu – að halda því blákalt fram að reist hafi verið geymsluhús en ekki hús undir ferðamannaþjónustu á landi þar sem jafnframt er reiknað með gestum sem fylla tvær til fjórar rútur og 32 bílastæði auk stæðanna í næsta nágrenni Gamla bæjar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun