Fótbolti

Spænsku risarnir verð­mætastir | Sex ensk lið meðal tíu efstu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spánarmeistarar Real Madrid eru verðmætasta knattspyrnufélag í heimi.
Spánarmeistarar Real Madrid eru verðmætasta knattspyrnufélag í heimi. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez

Fyrirtækið Brand Finances hefur gefið út lista yfir verðmætustu knattspyrnufélög í heimi. Spánarmeistarar Real Madrid tróna þar á toppnum en liðið er metið á 1.286 milljarða evra. Aðeins munar sex milljónum evra [tæplega milljarður króna] á efstu tveimur liðunum.

Lionel Messi og félagar í Barcelona eru í öðru sæti listans en Katalóníu-félagið er metið á 1.280 milljarða evra. Manchester United er svo í þriðja sæti en í efstu tíu sætunum eru sex lið frá Englandi, tvö frá Spáni, eitt frá Þýskalandi og eitt frá Frakklandi. 

Tíu verðmætustu knattspyrnufélög landsins

1. Real Madrid – 1.286 milljarðar evra

2. Barcelona – 1.280 milljarðar evra

3. Manchester United – 1.190 milljarðar evra

4. Liverpool – 1.143 milljarðar evra

5. Manchester City – 1.018 milljarðar evra

6. Bayern Munich – 957 milljarðar evra

7. Paris Saint-Germain – 876 milljarðar evra

8. Chelsea – 859 milljarðar evra

9. Tottenham Hotspur – 710 miljarðar evra

10. Arsenal – 651 milljarður evra

Athygli vekur að nífaldir Ítalíumeistarar Juventus eru meðal efstu tíu liðanna. Þeir eru í 11. sæti og þar á eftir kemur Borussia Dortmund. Alls eru svo 19 ensk lið meðal 50 verðmætustu knattspyrnuliða heims. 

FC Köln, RB Leipzig [bæði í Þýskalandi] og Leicester City [England] eru þau lið sem hækka hvað mest í virði milli ára. Öll hækkuðu um 40 prósent eða meira.

Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á virði félaganna. Hefur virði Man United til að mynda fallið um ellefu prósentustig og Real um fjórtán.

Áhrif kórónufaraldursins á knattspyrnufélög á sér engin fordæmi. Sjónvarpstekjur hafa minnkað og þá verða stærstu lið Evrópu – og heimsins – af fleiri milljónum [evra] þar sem þau leika fyrir luktum dyrum.

Heildarvirði liðanna sem sitja í efstu 50 sætum listans hefur fallið í ár, er þetta í fyrsta skipti í sex ár sem það gerist. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×