Á fallanda fæti Þórir Guðmundsson skrifar 27. júlí 2020 13:15 Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni. Bandaríkin hafa á undanförnum árum sagt sig úr lögum við umheiminn á hverju sviðinu á eftir öðru. Þau ætla ekki að axla ábyrgð í loftslagsmálum þó að framtíð jarðarbúa sé að veði. Þau ætla ekki að vera með í sameiginlegu átaki þjóða heims gegn heimsfaraldri kórónuveiru. Og Donald Trump forseti sýnir ítrekað að honum er fullkomlega sama um sína nánustu bandamenn á sama tíma og hann daðrar við kúgara. Kínverjar færa út kvíarnar Kínverjar sýna á hinn bóginn að þeim er alvara í að færa út kvíarnar og nota til þess mátt sinn og megin. Nýleg lagasetning í Hong Kong er til þess fallin að senda skilaboð til íbúa þar um að þeir séu langt frá því að vera óhultir fyrir ofurvaldi stjórnvalda í Pekíng, hvað sem líður þeirra skuldbindingum. Hernaðaruppbygging á eyjum og skerjum í Suður-Kínahafi, sem alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að tilheyri ekki Kína, gefur skilaboð til nágrannaríkja um að þau skuli halda sig á mottunni. Heima fyrir beitir kínverska stjórnin eigin borgara gífurlegu harðræði, einkum minnihlutahópa. Meira en milljón uyghura er í fangabúðum og Kínverjar yfirgnæfa smám saman Tíbeta sem eru að verða minnihlutaþjóð í eigin landi. Stjórnvöld í Pekíng beita netinu til að fylgjast með hverju fótspori landsmanna og á þeirra vegum gæta sveitir fólks að minnstu merkjum um uppsteit. Vanrækja utanríkisþjónustuna Við Íslendingar höfum undanfarið horft upp á birtingarmynd þess þegar stjórnvöld í Washington vanrækja utanríkisþjónustuna. Á síðasta ári tókst ekki betur til með undirbúning fyrir heimsókn Mike Pence varaforseta en svo að hann virtist halda að íslensk stjórnvöld hefðu hafnað óskum Kínverja um samninga undir yfirskrift verkefnisins Belti og braut. Það höfðu þau ekki gert. Því kom það gestgjöfunum spánskt fyrir sjónir þegar Pence þakkaði þeim fyrir að hryggbrjóta Kínverja. Trump-stjórnin hefur skipað óvenju marga pólitíska sendiherra, 42 prósent af heildinni, en verra er að svo margir þeirra skuli vera óhæfir til starfans. Ekki þarf að fara mörgum orðum um sendiherra Bandaríkjanna í Lundúnum, sem heldur opinberar móttökur í klúbbi sem hleypir eingöngu körlum inn fyrir sínar dyr. Bandaríkjaforseti skipaði húðsjúkdómalækni frá Kaliforníu sendiherra á Íslandi en hann hafði þá einu reynslu sem skiptir máli, að hafa tekið þátt í og fjármagnað kosningabaráttu Trumps. Hingað hafa áður komið pólitískt skipaðir sendiherrar og það þarf ekki að vera verra. Þeir hafa þá aukna möguleika á að snúa sér beint til þeirra sem valdið hafa í Washington. En Jeffrey Ross Gunter er ekki bara reynslulaus heldur virðist líka skorta skilning á því starfi sem hann gegnir og þeirri þjóð sem hann er fulltrúi gagnvart. Með byssu við innsetningu? Nýlega tísti sendiherrann um að „við“ værum sameinuð í að vinna á „ósýnilegu Kínaveirunni,“ og gaf í skyn að þar væri hann að tala um Íslendinga og Bandaríkjamenn með því að birta með yfirlýsingunni fána beggja landa. Íslendingar líta ekki á sóttvarnir sem milliríkjaslag við Kína. Nær væri að vinna saman gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sem Bandaríkjamenn eru nú að yfirgefa. Nú er komið í ljós að sendiherrann hefur undanfarið róið að því öllum árum að ráða persónulega lífverði, fá leyfi til að bera sjálfur byssu og útvega sér – væntanlega frá bandaríska utanríkisráðuneytinu – vesti sem geti varið hann gegn hnífstungum. Ekki er ljóst hvort hann sér fyrir sér að mæta á viðburði eins og innsetningu forseta næstkomandi laugardag vopnaður skammbyssu. Tilraunir fjölmiðla til að fá svör síðustu daga hafa lítinn árangur borið. Áframhaldandi niðurlæging? Metnaðarleysi Bandaríkjastjórnar á alþjóðavettvangi er alvarlegt áhyggjuefni. Trump-stjórnin hefur yfirgefið það forystuhlutverk sem Bandaríkin hafa haft undanfarna áratugi. Forsetinn dró sig út úr kjarnorkusamningum við Írana, sagði að NATO væri úrelt fyrirbæri og tekur ítrekað ákvarðanir sem þarf síðan að vinda ofan af. Einræðisherrar hlæja að honum en bandamenn hrista höfuðið. Því miður virðist ekkert ríki eða ríkjabandalag hafa getu til að taka við forystuhlutverki Bandaríkjanna. Þeir sem vonast til að sjá lýðræðisríki heimsins sporna gegn ásælni og yfirgangi valdstjórnarríkja horfa nú til kosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þar kjósa Bandaríkjamenn að mestu um eigin mál en fyrir umheiminn verða niðurstöðurnar afgerandi um það hvort gera megi ráð fyrir áframhaldandi niðurlægingu mikilvægasta ríkis í heimi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun