Í tilefni af grein Gunnars Kvaran um dóminn vegna legsteinasafnsins Eva Hauksdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:30 Þann 21. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Kvaran undir heitinu „Til varnar vini mínum Páli Guðmundssyni listamanni frá Húsafelli“. Efni greinarinnar er niðurstaða nýlegs dóms Héraðsdóms Vesturlands, sem vakið hefur nokkra athygli. Með dómnum er listamanninum Páli Guðmundssyni gert að fjarlægja byggingu sem reist var á grundvelli ógilds deiliskipulags en þeirri byggingu var ætlað að hýsa legsteinasafn. Málið á rætur að rekja til fúsks í stjórnsýslu Borgarbyggðar og snýst í stuttu máli um það hvort nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ í næsta nágrenni, eigi virkilega að þurfa að sætta sig við það að menningarmiðstöð sé reist á bæjarhlaðinu hjá honum án þess að hann sé spurður álits. Niðurstaða dómsins, sem Gunnar Kvaran segir að komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ kemur engum á óvart sem hefur kynnt sér lög um mannvirki og dómaframkvæmd í svipuðum málum. Vitanlega eiga nágrannar rétt á því að fá að tjá sig um framkvæmdir sem hafa augljós og mikil áhrif á þá. Deiliskipulagiið fyrir svæðið reyndist ógilt, enda var það ekki kynnt á löglegan hátt og þar með var ekki annað í stöðunni en að fella byggingarleyfið úr gildi. Um andmæla- og áfrýjunarrétt Í grein Gunnars kemur fram sú undarlega afstaða að það sé „með öllu óskiljanlegt að niðurstaða dómsins skuli ekki gefa Páli tóm til andmælaréttar eða áfrýjunar til æðri dómstóla.“ Það er ekkert óskiljanlegt við það að dómurinn geri ekki ráð fyrir andmælarétti. Fyrir það fyrsta hafa menn ekki andmælarétt gegn uppkveðnum dómi. Þvert á móti er dómum ætlað að binda endi á mál og því deila menn ekki við dómarann. Áður en dómur fellur hafa þó báðir aðilar fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fékk Páll Guðmundsson að sjálfsögðu að koma öllum sínum andmælum að í greinargerð og við flutning málsins í héraði. Andmælaréttur vegna ákvarðana á aftur á móti við á stjórnsýslustigi og það sem gerðist í þessu máli var það að andmælaréttur stefnandans, Sæmundar Ásgeirssonar, var ekki virtur. Þetta kemur m.a. fram í áliti Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Sæmundar yfir meðferð Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru hans. Í öðru lagi er það alrangt að Páli sé ekki gefið tóm til áfrýjunar til æðri dómstóla. Þann rétt hefur hann vitanlega. Það má vissulega gagnrýna það hversu langan tíma það ferli tekur en að sjálfsögðu frestar áfrýjun réttaráhrifum í málum sem þessu, að öðrum kosti væri áfrýjun tilgangslaus. Verði málinu áfrýjað þá verður það Sæmundur sem þarf að þola bygginguna við bæjardyrnar hjá sér sem þeim tíma nemur. Varðandi það að dagsektir renni beint í vasa stefnanda, þá er ekkert óeðlilegt við það heldur. Dagsektir eru hugsaðar sem skaðabætur til þess sem brotið er gegn. Verði málinu áfrýjað til Landsréttar reynir ekki á dagsektir fyrr en að þeim dómi föllnum. Myndin sýnir legsteinasafn uppsteypt án þaks til vinstri, skemmuna rauðmálaða og Gamla bæ hvítan í baksýn. Páll vissi af áhættunni Fyrir utan þá lögfræðilegu þvælu sem Gunnar Kvaran býður lesendum Morgunblaðsins upp á, setur hann mál sitt fram eins og þarna sé Sæmundur Ásgeirsson, að ráðast gegn velgjörðamanni sínum, einyrkja sem hafi með listsköpun sinni stóraukið aðsókn að gistiheimili hans og reist hús í góðri trú um að hann væri í fullum rétti til þess. Við þetta er margt að athuga. Sæmundur hlýtur í fyrsta lagi að leggja mat á það sjálfur hversu hagstætt það sé honum að hafa menningarmiðstöð á hlaðinu hjá sér. Hann átti rétt á því, lögum samkvæmt, að fá að koma afstöðu sinni á framfæri áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Borgarbyggð virti ekki þennan rétt hans. Það er stórkostlegt klúður og enn eitt dæmið um það hversu óheppilegt það er að dómstólar skuli ekki telja nauðsynlegt að stefna sveitarfélögum í deilumálum um skipulag og mannvirki. Í þessu máli ber sveitarfélagið töluverða ábyrgð, auk þess sem það hlýtur að varða hagsmuni þess hvort menningarmiðstöð rís í sveitarfélaginu eða ekki. Samkvæmt dómaframkvæmd er þó engin þörf á að stefna bæði sveitarfélagi og framkvæmdaraðila og var framkvæmdaraðila stefnt einum. Í öðru lagi var Páll ekki í góðri trú um rétt sinn. Páli verður ekki kennt um afglöp Borgarbyggðar í málinu og auðvitað ætti hann að geta treyst því að byggingarleyfi sem sveitarfélag gefur út sé gilt. En eins og fram kemur í dómnum var Páli gerð grein fyrir því að Sæmundur ætlaði að krefjast ógildingar deiliskipulagsins og byggingarleyfisins og að ef hann réðist í frekari framkvæmdir yrði höfðað mál á hendur honum með tilheyrandi kostnaði. Páll var því meðvitaður um að leyfið hefði verið véfengt og verður auðvitað að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun að hundsa tilmæli um að halda að sér höndum. Stór áform en engir fjárfestar? Það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því hversu mikla áhættu Páll Guðmundsson tók í raun með því að reisa 40 milljóna byggingu, vitandi að hann ætti dómsmál yfir höfði sér. Páll er formlega ábyrgur fyrir framkvæmdinni en í fjölmiðlum hafa komið fram vísbendingar um að fleiri aðilar standi að baki henni. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni 12. mars 2018 kemur fram að Páll Guðmundsson ætli að leggja verk sín inn í sjálfseignarstofnunina Gömlu sporin. Hugmyndin var sú að þessi sjálfseignarstofnun yrði undir stjórn Helga. Í umfjöllun Skessuhorns kemur skýrt fram að á staðnum verði listasafn og sýningahald og að verið sé “að safna saman í nokkur hús innan lítillar þyrpingar, þeirri arfleifð sem hér á Húsafelli er”. Hvort sjálfseignarstofnunni hefur verið komið formlega á fót hefur ekki komið fram en stór voru áformin og menn hljóta að hafa velt fyrir sér möguleikum á því að fá fjárfesta. Í viðtali við Vísi í kjölfar dómsins sagði Helgi þó ekkert fyrirtæki standa að baki þessari sjálfseignarstofnun heldur bæri Páll alla áhættuna einn. Það verður að teljast nokkuð ótrúlegt aðsjálfseignarstofnun, fjármögnuð af einum listamanni hafi bolmagn til að ráðast í þá miklu framkvæmd sem Helgi Kr. Eiríksson lýsti fyrir rúmum tveim árum. En því meiri ástæða hefði verið fyrir Pál að fara sér hægt. Páll er ekki brotaþoli í þessu máli Sæmundur Ásgeirsson varð fyrir því að rétt við dyrnar að heimili hans og fyrirtæki hófst uppbygging menningarmiðstöðvar sem hann telur ljóst að muni raska verulega möguleikum sínum á frekari uppbyggingu og trufla þá starfsemi sem hann rekur þar nú þegar. Þessi framkvæmd hófst án þess að nokkur tilraun væri gerð til að leita álits hans eða ná samkomulagi. Deiliskipulagið reyndist ólöglegt og þar með byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu. Ég tek undir þá skoðun Gunnars Kvaran að málið er Borgarbyggð til skammar og að sveitarfélagið ætti að sjá sóma sinn í því að finna legsteinasafninu heppilegt húsnæði. En þótt flest almennilegt fólk hljóti að hafa samúð með listamanninum sem nú stendur frammi fyrir ótæpilegum fjárútlátum er það ekki hann sem er brotaþoli í þessu máli. Það er nágranni hans, Sæmundur Ásgeirsson, sem brotið var gegn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Borgarbyggð Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 21. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Kvaran undir heitinu „Til varnar vini mínum Páli Guðmundssyni listamanni frá Húsafelli“. Efni greinarinnar er niðurstaða nýlegs dóms Héraðsdóms Vesturlands, sem vakið hefur nokkra athygli. Með dómnum er listamanninum Páli Guðmundssyni gert að fjarlægja byggingu sem reist var á grundvelli ógilds deiliskipulags en þeirri byggingu var ætlað að hýsa legsteinasafn. Málið á rætur að rekja til fúsks í stjórnsýslu Borgarbyggðar og snýst í stuttu máli um það hvort nágranni Páls, Sæmundur Ásgeirsson, sem rekur gistiheimilið Gamla bæ í næsta nágrenni, eigi virkilega að þurfa að sætta sig við það að menningarmiðstöð sé reist á bæjarhlaðinu hjá honum án þess að hann sé spurður álits. Niðurstaða dómsins, sem Gunnar Kvaran segir að komi „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ kemur engum á óvart sem hefur kynnt sér lög um mannvirki og dómaframkvæmd í svipuðum málum. Vitanlega eiga nágrannar rétt á því að fá að tjá sig um framkvæmdir sem hafa augljós og mikil áhrif á þá. Deiliskipulagiið fyrir svæðið reyndist ógilt, enda var það ekki kynnt á löglegan hátt og þar með var ekki annað í stöðunni en að fella byggingarleyfið úr gildi. Um andmæla- og áfrýjunarrétt Í grein Gunnars kemur fram sú undarlega afstaða að það sé „með öllu óskiljanlegt að niðurstaða dómsins skuli ekki gefa Páli tóm til andmælaréttar eða áfrýjunar til æðri dómstóla.“ Það er ekkert óskiljanlegt við það að dómurinn geri ekki ráð fyrir andmælarétti. Fyrir það fyrsta hafa menn ekki andmælarétt gegn uppkveðnum dómi. Þvert á móti er dómum ætlað að binda endi á mál og því deila menn ekki við dómarann. Áður en dómur fellur hafa þó báðir aðilar fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og fékk Páll Guðmundsson að sjálfsögðu að koma öllum sínum andmælum að í greinargerð og við flutning málsins í héraði. Andmælaréttur vegna ákvarðana á aftur á móti við á stjórnsýslustigi og það sem gerðist í þessu máli var það að andmælaréttur stefnandans, Sæmundar Ásgeirssonar, var ekki virtur. Þetta kemur m.a. fram í áliti Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar Sæmundar yfir meðferð Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála á kæru hans. Í öðru lagi er það alrangt að Páli sé ekki gefið tóm til áfrýjunar til æðri dómstóla. Þann rétt hefur hann vitanlega. Það má vissulega gagnrýna það hversu langan tíma það ferli tekur en að sjálfsögðu frestar áfrýjun réttaráhrifum í málum sem þessu, að öðrum kosti væri áfrýjun tilgangslaus. Verði málinu áfrýjað þá verður það Sæmundur sem þarf að þola bygginguna við bæjardyrnar hjá sér sem þeim tíma nemur. Varðandi það að dagsektir renni beint í vasa stefnanda, þá er ekkert óeðlilegt við það heldur. Dagsektir eru hugsaðar sem skaðabætur til þess sem brotið er gegn. Verði málinu áfrýjað til Landsréttar reynir ekki á dagsektir fyrr en að þeim dómi föllnum. Myndin sýnir legsteinasafn uppsteypt án þaks til vinstri, skemmuna rauðmálaða og Gamla bæ hvítan í baksýn. Páll vissi af áhættunni Fyrir utan þá lögfræðilegu þvælu sem Gunnar Kvaran býður lesendum Morgunblaðsins upp á, setur hann mál sitt fram eins og þarna sé Sæmundur Ásgeirsson, að ráðast gegn velgjörðamanni sínum, einyrkja sem hafi með listsköpun sinni stóraukið aðsókn að gistiheimili hans og reist hús í góðri trú um að hann væri í fullum rétti til þess. Við þetta er margt að athuga. Sæmundur hlýtur í fyrsta lagi að leggja mat á það sjálfur hversu hagstætt það sé honum að hafa menningarmiðstöð á hlaðinu hjá sér. Hann átti rétt á því, lögum samkvæmt, að fá að koma afstöðu sinni á framfæri áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Borgarbyggð virti ekki þennan rétt hans. Það er stórkostlegt klúður og enn eitt dæmið um það hversu óheppilegt það er að dómstólar skuli ekki telja nauðsynlegt að stefna sveitarfélögum í deilumálum um skipulag og mannvirki. Í þessu máli ber sveitarfélagið töluverða ábyrgð, auk þess sem það hlýtur að varða hagsmuni þess hvort menningarmiðstöð rís í sveitarfélaginu eða ekki. Samkvæmt dómaframkvæmd er þó engin þörf á að stefna bæði sveitarfélagi og framkvæmdaraðila og var framkvæmdaraðila stefnt einum. Í öðru lagi var Páll ekki í góðri trú um rétt sinn. Páli verður ekki kennt um afglöp Borgarbyggðar í málinu og auðvitað ætti hann að geta treyst því að byggingarleyfi sem sveitarfélag gefur út sé gilt. En eins og fram kemur í dómnum var Páli gerð grein fyrir því að Sæmundur ætlaði að krefjast ógildingar deiliskipulagsins og byggingarleyfisins og að ef hann réðist í frekari framkvæmdir yrði höfðað mál á hendur honum með tilheyrandi kostnaði. Páll var því meðvitaður um að leyfið hefði verið véfengt og verður auðvitað að taka ábyrgð á þeirri ákvörðun að hundsa tilmæli um að halda að sér höndum. Stór áform en engir fjárfestar? Það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að átta sig á því hversu mikla áhættu Páll Guðmundsson tók í raun með því að reisa 40 milljóna byggingu, vitandi að hann ætti dómsmál yfir höfði sér. Páll er formlega ábyrgur fyrir framkvæmdinni en í fjölmiðlum hafa komið fram vísbendingar um að fleiri aðilar standi að baki henni. Í viðtali við Helga Kr. Eiríksson í Skessuhorni 12. mars 2018 kemur fram að Páll Guðmundsson ætli að leggja verk sín inn í sjálfseignarstofnunina Gömlu sporin. Hugmyndin var sú að þessi sjálfseignarstofnun yrði undir stjórn Helga. Í umfjöllun Skessuhorns kemur skýrt fram að á staðnum verði listasafn og sýningahald og að verið sé “að safna saman í nokkur hús innan lítillar þyrpingar, þeirri arfleifð sem hér á Húsafelli er”. Hvort sjálfseignarstofnunni hefur verið komið formlega á fót hefur ekki komið fram en stór voru áformin og menn hljóta að hafa velt fyrir sér möguleikum á því að fá fjárfesta. Í viðtali við Vísi í kjölfar dómsins sagði Helgi þó ekkert fyrirtæki standa að baki þessari sjálfseignarstofnun heldur bæri Páll alla áhættuna einn. Það verður að teljast nokkuð ótrúlegt aðsjálfseignarstofnun, fjármögnuð af einum listamanni hafi bolmagn til að ráðast í þá miklu framkvæmd sem Helgi Kr. Eiríksson lýsti fyrir rúmum tveim árum. En því meiri ástæða hefði verið fyrir Pál að fara sér hægt. Páll er ekki brotaþoli í þessu máli Sæmundur Ásgeirsson varð fyrir því að rétt við dyrnar að heimili hans og fyrirtæki hófst uppbygging menningarmiðstöðvar sem hann telur ljóst að muni raska verulega möguleikum sínum á frekari uppbyggingu og trufla þá starfsemi sem hann rekur þar nú þegar. Þessi framkvæmd hófst án þess að nokkur tilraun væri gerð til að leita álits hans eða ná samkomulagi. Deiliskipulagið reyndist ólöglegt og þar með byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu. Ég tek undir þá skoðun Gunnars Kvaran að málið er Borgarbyggð til skammar og að sveitarfélagið ætti að sjá sóma sinn í því að finna legsteinasafninu heppilegt húsnæði. En þótt flest almennilegt fólk hljóti að hafa samúð með listamanninum sem nú stendur frammi fyrir ótæpilegum fjárútlátum er það ekki hann sem er brotaþoli í þessu máli. Það er nágranni hans, Sæmundur Ásgeirsson, sem brotið var gegn.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun