Rio Tinto birtir samninginn geri önnur íslensk álver það líka Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2020 13:17 Álver Rio Tinto í Straumsvík lokar kerskála vegna ljósboga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill. Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Forsvarsmenn Rio Tinto sem reka álverið í Straumsvík segja viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver á landinu ef fyrirtækið eigi að birta sinn samning opinberlega. Félagið styðji að gagnsæi ríki. Fyrirtækið greiðir umtalsvert meira fyrir raforku en önnur álver að sögn sérfræðings. Rio Tinto lagði í gær fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna sem er frá árinu 2010. Rio Tinto segir hann nú óhagstæðan í samanburði við samninga við önnur álfyrirtæki. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar sagði í fréttum okkar í gær að samningurinn sem nú væri í gildi hefði verið gerður að frumkvæði Rio Tinto og bæði fyrirtæki hafi ráðist í miklar fjárfestingar. Það sé þó ekki hægt að tjá sig um samninginn fyrr en Rio Tinto aflétti trúnaði um hann. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi.Vísir/vilhelm Í svari Bjarna Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúi Álversins í Straumsvík við fyrirspurn fréttastofu um hvort fyrirtækið sé tilbúið að aflétta trúnaði á samningnum kemur fram að Rio Tinto telji viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öðrum samningum Landsvirkjunar við álver þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð. Ekki sé hægt að upplýsa um raforkuverð félagsins en það styðji að gagnsæi ríki. Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta sé umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. „Rio Tinto bað um að fá nýjan samning og Landsvirkjun varð við því. Og fyrirætkin náðu saman um niðurstöðu og allir virtust mjög sáttir. Síðan hafa markaðsaðstæður á álmarkaði þróast öðruvísi en Rio Tinto virðist hafa gert ráð fyrir. Og þá koma þau til baka og vilja fá lægra verð en þeir eru náttúrulega bundnir af þeim samningi sem þeir gerðu, þeir hljóta að vera bundnir af honum bara eins og ég og þú,“ segir Ketill.
Stóriðja Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Rio Tinto hafi ekki svarað tilboði Landsvirkjunar Forstjóri Landsvirkjunar segir kvörtun Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins og hótanir um mögulega lokun álversins í Straumsvík koma sér á óvart. 22. júlí 2020 17:13
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35