Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 15:07 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/vilhelm Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna, sem Rio Tinto segir óhagstæðan. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Ásakanir gengu á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto í upphafi árs, en það síðarnefnda segir álverið í Straumsvík greiða meira fyrir orku sína en aðrir álframleiðendur á Íslandi sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Forstjóri Landsvirkjunar sakaði Rio Tinto um að beita óeðlilegri samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna um raforkuverð. Landsvirkjun óskaði formlega eftir því að trúnaði um raforkusamninginn yrði aflétt og Rio Tinto fagnaði því. Mikilvægt væri að gagnsæi ríkti um þessi mál. Álframleiðandinn tilkynnti þann 12. febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Allt væri undir í þeim efnum; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Fyrrnefnd kvörtun er lokahnykkurinn í þessari endurskoðun að sögn Rio Tinto. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Rio Tinto fer þannig fram á það við Samkeppniseftirlitið að það taki á „samkeppnishamlandi háttsemi Landsvirkjunar með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum,“ svo að álver ISAL og önnur íslensk framleiðsla og fyrirtæki geti keppt á alþjóðavettvangi. „Að mati Rio Tinto fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína sem sé óréttlætanleg háttsemi. Samningar Landsvirkjunar binda viðskiptavini til langs tíma og hindra önnur orkufyrirtæki annað hvort í að koma inn á íslenskan markað eða auka starfsemi.“ Orkumál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. Rio Tinto og Landsvirkjun hafa átt í viðræðum um raforkusamning fyrirtækjanna, sem Rio Tinto segir óhagstæðan. Takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins í Straumsvík. Ásakanir gengu á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto í upphafi árs, en það síðarnefnda segir álverið í Straumsvík greiða meira fyrir orku sína en aðrir álframleiðendur á Íslandi sem grafi undan samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Forstjóri Landsvirkjunar sakaði Rio Tinto um að beita óeðlilegri samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna um raforkuverð. Landsvirkjun óskaði formlega eftir því að trúnaði um raforkusamninginn yrði aflétt og Rio Tinto fagnaði því. Mikilvægt væri að gagnsæi ríkti um þessi mál. Álframleiðandinn tilkynnti þann 12. febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Allt væri undir í þeim efnum; þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Fyrrnefnd kvörtun er lokahnykkurinn í þessari endurskoðun að sögn Rio Tinto. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Rio Tinto fer þannig fram á það við Samkeppniseftirlitið að það taki á „samkeppnishamlandi háttsemi Landsvirkjunar með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum,“ svo að álver ISAL og önnur íslensk framleiðsla og fyrirtæki geti keppt á alþjóðavettvangi. „Að mati Rio Tinto fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína sem sé óréttlætanleg háttsemi. Samningar Landsvirkjunar binda viðskiptavini til langs tíma og hindra önnur orkufyrirtæki annað hvort í að koma inn á íslenskan markað eða auka starfsemi.“
Orkumál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52 Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Taka sér einn mánuð til viðbótar til að meta hvort álverinu verði lokað Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, nær ekki að ljúka endurskoðun á starfsemi ISAL fyrir þessi mánaðamót, eins og fyrirtækið hafði stefnt að, og vonast nú eftir niðurstöðu fyrir lok júlímánaðar. Einn af möguleikunum sem eru til skoðunar er að loka álverinu. 30. júní 2020 20:52
Starfsmenn horfa áhyggjufullir til 1. júlí Starfsmenn Rio Tinto í álverinu í Straumsvík eru uggandi yfir óvissunni sem einkennir framtíð rekstursins. 18. júní 2020 12:33