Höfðu loks hendur í hári „Svartaskógar-Rambo“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 12:13 Leitað var að Rausch með aðstoð leitarhunda, hitaskynjara og úr þyrlum. Getty/Philipp von Ditfurh Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja. Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Eftir sex daga leit hefur þýska lögreglan, með aðstoð sérsveitar, loks handsamað þungvopnaðan mann sem grunaður er um að hafa stolið skotvopnum af fjórum lögreglumönnum í bænum Oppenau. Maðurinn, hinn 31 árs gamli Yves Rauch, hafði verið á flótta undan hinum langa armi laganna frá því að morgni 12. júlí þegar hann ógnaði lögreglumönnunum fjórum og stal skotvopnum þeirra. Móðir Rausch segir að gjörðir hans megi skýra af stundarbrjálæði hans. Rausch var klæddur í orrustuútbúnað og hafði meðferðis boga og örvar þegar áhyggjufullir borgarar tilkynntu hann til lögreglu 12. júlí. Þegar lögreglu bar að garði kom hann þeim á óvart og dróg upp skotvopn. Rausch hefur í fjölmiðlum ytra verið líkt við kvikmyndapersónu Sylvesters Stallone, John Rambo, úr myndinni First Blood frá 1982. Í myndinni leita lögreglumenn einmitt að fyrrverandi hermanninum Rambo í skógum Washington fylkis. Minna mannfall var í leitinni að Svartaskógar-Rambó en í myndinni First Blood og að sama skapi urðu færri bensínstöðvar og þyrlur Yves Rauch að bráð. Eftir að hafa fengið ábendingar frá bæjarbúum í Oppenau fannst Rausch sitjandi í runna með fjögur skotvopn fyrir framan hann. Þá hafði hann eina byssu til viðbótar meðferðis auk þess að bera öxi. Jurgen Rieger sem fór fyrir leitinni að Rausch segir að hinn grunaði hafi meiðst lítillega við handtökuna og að hann hafi náð að særa einn sérsveitarmannana með því að slá til hans með öxinni. Dæmdur í fangelsi 2010 eftir að hafa skotið vin sinn með lásboga 200 manna lið lögreglu og sérsveitarmanna hafa undanfarna daga leitað að Rausch í skóginum og hafa þyrlur, leitarhundar og hitaskynjarar verið notaðir við leitina. Rausch er hvergi skráður til heimilis og telur lögregla að hann hafi búið utandyra í nokkurn tíma. „Við teljum að maðurinn þekki svæðið umhverfis Oppenau mjög vel og eigi í engum vandræðum með að ferðast um skóginn,“ sagði lögregla fyrr í vikunni. Móðir Rausch sagði í viðtali við Mittelbadische Presse í vikunni að sonur hennar hefði upplifað skelfilega hluti á meðan hann sat í fangelsi eftir að hafa skotið félaga sinn með lásboga árið 2010. Ákvörðun hans um að ógna lögreglumönnunum með skotvopni hafi orsakast af hræðslu hans við að snúa aftur á bak við lás og slá. Hann hafi undanfarið búið í skóginum þar sem hann ræktaði grænmeti og skar út trédverga sem hann hafði hug á að selja.
Þýskaland Lögreglumál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira