Getum við Íslendingar haft jákvæð áhrif á áfangastaðinn til framtíðar? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2020 12:30 Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í COVID19 hafa verið miklar umræður um áfangastaði og framtíðarþróun þeirra. Ferðaþjónusta mun í framtíðinni verða áfram mikilvæg fyrir efnahagslífið hvort sem það er á Íslandi eða í öðrum löndum heimsins. Flestir áfangastaðir hafa í dag sjálfbærni að leiðarljósi þar sem umhverfi, samfélag og efnahagur er í forgrunni. Í þeirri stefnu eru íbúar landsins, einir mikilvægustu hagaðilarnir. Sjálfbærni og ferðaþjónusta Sjálfbærni í ferðaþjónustu felst m.a. í því að hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaðarins. Ásamt því að tryggja jákvæða þróun fyrir íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa – hvort sem það eru innlendir eða erlendir ferðamenn. Í því felst að eiga samtal við hagaðilana um gildi og þróun áfangastaðarins sem staðar til þess að ferðast, búa og vinna. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónustu sem ætti að bjóða upp á. Hagaðilar þurfa að vera sáttir við hvernig áfangastaðurinn er kynntur og markaðssettur í samræmi við þá uppbyggingu og ímynd sem vilji er til að standa fyrir. Mikil umræða var um offjölgun ferðamanna fyrir COVID19 á Íslandi og Íslendingar að einhverju leiti orðnir neikvæðir gagnvart atvinnugreininni. Þetta er oft á tíðum vegna þess að ekki hefur verið samtal um hvernig áfangastað eigi að byggja upp hvort sem það er Ísland allt eða einstaka landshlutar. Ábyrg ferðahegðun var einnig mikið til umfjöllunar og hvernig eigi að koma fram af virðingu við landið. Íslendingar sem ferðamenn Nú er komið fram á mitt sumar og við Íslendingar erum að njóta þess að ferðast um landið. Margir eru að upplifa Ísland sem ferðamannaland á nýjan máta eftir hraða fjölgun ferðamanna síðustu ára. Íslensk ferðaþjónusta hefur staðið sig gríðarlega vel í því að bregðast við breyttum aðstæðum og horft til innlendra ferðamanna – nánast í fyrsta skipti - með flottum tilboðum og markaðs- og kynningarefni um allt land. Um 90% Íslendinga sögðust í byrjun sumarsins ætla að ferðast um Ísland í sumar. Við vitum þó að ferðalög Íslendinga munu aldrei vega upp á móti þeim gríðarlega fjölda ferðamanna sem koma hingað fyrir COVID19. Í sumar erum þó margir ef til vill að fara eilítið til upprunans í ferðalögum og aðrir að sjá landið með nýjum augum. Nú er því tækifæri fyrir Íslendinga sem ferðamenn að velta fyrir sér hvernig Ísland eigi að þróast sem áfangastaður hvort sem það er fyrir erlenda ferðamenn eða okkur sjálf. Ferðamenn sem sögumenn Ferðamenn eru mikilvægir sögumenn þegar kemur að því að kynna áfangastaði og verða sífellt mikilvægari með tilkomu samfélagsmiðla, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Það að deila sögum af áfangastöðum, upplifun og því sem staðurinn hefur fram að færa getur jafnframt haft áhrif á þróun áfangastaðarins – bæði neikvæð og jákvæð áhrif. Ég tel að við Íslendingar getum verið gríðarlega mikilvægir sögumenn fyrir okkar eigið land og höfum ef til vill vanmetið það síðustu ár. Við eigum að hafa skoðun á því hvernig landið okkar er kynnt og við eigum að taka þátt í því að vilja kynna landið okkar. Jákvæð áhrif á áfangastaðinn? Við ættum að nota tækifærið og deila góðum sögum á samfélagsmiðlum, sögum sem sýna þau gildi sem við viljum standa fyrir, hvert og hvernig við ferðumst um landið okkar og hvað við kjósum að gera á okkar ferðalögum. En hver er betri og hefur meiri skoðun á því hvernig við viljum að áfangastaðurinn sé, hvernig hann þróist á sjálfbæran máta og hvað sé viðeigandi ábyrg ferðahegðun? Hver veit meira um hvernig á að bera eigi virðingu fyrir náttúrunni? Við sjálf? Eða hvað? Ég tel að við höfum öll sögu að segja, góðar og áhugaverðar sögur. Sögur sem geta haft jákvæð áhrif á það hvernig áfangastaðurinn Ísland þróast í framtíðinni og eftir COVID19. Sögur af stöðum og upplifunum sem við viljum segja umheiminum. Með því getur myndast betri skilningur milli hagaðila þegar kemur að sjálfbærni áfangastaðarins. Þannig tökum við íbúar landsins líka öll þátt og höfum jákvæð áhrif á áfangastaðinn Ísland til framtíðar – eitt skref til meiri sjálfbærni. Höfundur er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar