Framtíðin felst í grænni orku og nýsköpun Stefanía Guðrún Halldórsdóttir skrifar 13. júlí 2020 11:00 Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ábyrg auðlindanýting er grunnur að velsæld okkar á Íslandi, og við búum svo vel að geta nýtt auðlindir okkar og þekkingu til áframhaldandi verðmætasköpunar, sérstaklega þar sem eftirspurn eftir vörum sem framleiddar eru með grænni orku eykst í heiminum. Þar eru tækifæri til að fjölga stoðum undir efnahagskerfi landsins og auka verðmætasköpun, á sama tíma getum við lagt áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu. Nýsköpun er lykilatriði í aukinni verðmætasköpun til framtíðar og hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefna um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun í orkumálum. Þar ber helst að nefna Eim á Norðurlandi, þar sem markmiðið er að kortleggja orkuauðlindir með áherslu á nýsköpun. En ýmiskonar verkefni hafa verið unnin innan Eims og má þar nefna hugmyndasamkeppni um matvælaframleiðslu með jarðvarma, hraðal um sjálfbæra orkunýtingu og sumarskóla sem leiðir saman erlenda og íslenska háskólanema til að vinna saman að þverfaglegum verkefnum um nýtingu jarðhita. Ný tækifæri á Suðurlandi Einnig hefur Landsvirkjun efnt til samstarfsverkefnisins Orkídeu með Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til þess að styðja við þróun og nýsköpun tengdri matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Í tengslum við það verkefni býður Landsvirkjun upp á viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í matvælaframleiðslu og líftækni, en slíkur hraðall getur auðveldað sprotafyrirtækjum að finna viðskipta- og fjármögnunartækifæri. Honum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. En gegnum slíkan hraðal geta komið sprotafyrirtæki, sem verða svo að stærri fyrirtækjum með eftirsóttum störfum og styðja þannig við fjölbreytt og framsækið atvinnulíf, sem aftur eykur hagsæld á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar