Open Gunnar Dan Wiium skrifar 11. júlí 2020 17:00 Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun