Íslenski boltinn

Metfjöldi þátttakenda á N1 mótinu

Ísak Hallmundarson skrifar

212 lið tóku þátt á N1-mótinu, eða tvöþúsund keppendur, sem er metfjöldi á þessu magnaða móti.

Þúsundir gesta mættu til að fylgjast með mótinu og var keppnissvæðið hólfað niður til að fylgja sóttvarnarreglum. 

Nokkrum nýjum reglum var bætt við mótið í ár. Lengri leiktími var í leikjum Íslandsmótsins í 5. flokki nú en áður en stærsta breytingin er kannski sú að ekki er lengur innkast þegar boltinn fer úr leik heldur innspark og knattrak. Þessu greinir Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, frá í viðtali við Guðjón Guðmundsson.

Samantekt Guðjóns Guðmundssonar um mótið, ásamt svipmyndum úr úrslitaleiknum og viðtalinu við Arnar Þór, má sjá í spilaranum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×