Risastórt skref fyrir foreldra í námi Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir skrifa 3. júlí 2020 23:01 Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Hagsmunir stúdenta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er algengt að háskólanemar eignist börn á meðan að námi þeirra stendur. Margskonar ástæður eru fyrir því að háskólanemar ákveða að eignast börn á þeim tíma. Til dæmis eru margir á barneignaaldri á meðan að námi stendur, sum telja að aðstæður sínar henti best til barneigna á þeim tíma, aðrir eiga börn þegar þau ákveða að fara í nám og stundum eru barneignir óskipulögð en óvænt ánægja sem kom mögulega í kjölfar tilboðshelgar hjá unaðstækjaverslun. Börnum fylgir mikill kostnaður og því hafa barneignir stundum orðið til þess að fjárhagsáhyggjur háskólanema aukast mikið. Fjárhagsáhyggjur geta dregið úr þrótti og vilja nemenda til að halda áfram með námið sem getur valdið því að einstaklingurinn hættir á endanum í námi. Síðustu áratugi hafa nemendur átt þess kost að taka viðbótarlán vegna barna hjá LÍN til þess að auðvelda sér og fjölskyldu sinni lífið. Hinsvegar veldur það því að háskólanemar með fjölskyldu hafa setið uppi með hærri lán til lengri tíma en samnemendur þeirra sem voru barnlausir á meðan á námi stóð. En nú hefur þessu verið breytt! Þann 1. júlí 2020 tóku gildi ný lög: Lög um Menntasjóð námsmanna. Í þeim var þessu viðbótarláni breytt í beinan styrk vegna barna. Það þýðir að háskólanemar sem taka lán hjá sjóðnum geta sótt um viðbótarlán vegna barna en munu ekki þurfa að borga það til baka. Með þessu er jafnrétti til náms aukið gríðarlega og líf foreldra í námi gert auðveldara. Börn eiga skilið stuðning og athygli foreldra sinna strax frá fæðingu. Það að eiga börn er líka stór hluti af lífi margra og gæti því álag í námi og fjárhagsáhyggjur komið niður á tengslum foreldra og barna. Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er “menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni. Takk Lilja Alfreðsdóttir fyrir að hafa barist fyrir foreldrum í námi og komið þessu í gegn. Þetta er mikilvægt skref fyrir háskólanema, sem og börnin þeirra. Greinarhöfundar eru mæður í háskólanámi og í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF)
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar