Aulahrollur þjóðrembingsins Kristinn Hrafnsson skrifar 2. júlí 2020 15:43 Fyrir tæpum tuttugu árum bjó ég um skeið í Edinborg með fjölskyldunni. Bar það þá helst til tíðinda yfir hafið frá Íslandi og í fréttamiðla ytra, að íslensk stjórnvöld hefðu smalað saman erlendum mótmælendum sem fyrirhuguðu að mótmæla opinberri heimsókn leiðtoga Kína og sett þá í fangabúðir á Suðurnesjum. Þannig voru fréttirnar í BBC. Þetta var ekki góð landkynning og mér varð dulítið illt í hjartanu þegar skoskir vinir voru varfærnislega að spyrja út í málið. Það kom sjálfum mér dálítið á óvart að mér stæði ekki á sama hvað fólkið þarna út í heimi héldi um föðurlandið mitt. Þannig blundar í hjartanu vottur af þjóðarstolti, jafnvel þó maður sjálfur hafi talið sig ósköp sigldan og „international“. Ættjarðarást er líka holl og góð enda byggð á væntumþykju gagnvart fallegu landi og stórbrotinni náttúru. Það er þó ekki hægt að fyllast miklu stolti yfir sögu þjóðarinnar enda markast hún af óblíðum refsingum náttúruafla, vanþróun og fádæma harðræði gegn lítilmagnanum. Það má vera helst nokkur þjóðaránægja með að hafa tórað. Þegar ég var í Írak 2007 tók ég viðtal við einn af æðstu stjórnendum í her landsins. Þetta var fremur óáhugavert viðtal og tekið af hálfgerðri skyldu vegna aðstæðna, enda var maðurinn bara að básúna stefnu leppstjórnar í herteknu landi. En hann var vel menntaður og lesinn. Þegar ég spurði hann áhugalítill um vonir hans um framtíð eigin lands, sem sannarlega var í rúst, enn logandi í átökum m.a. stjórnlausum og illvígum trúarbragðavígum sem fóru úr böndunum af því innrásaraðilinn hafði ekkert plan, horfði hann á mig og tók til máls: „Af hverju ættum við ekki að eiga von um að geta risið úr öskustó eins og þið Íslendingar. Þið voruð stórkostlega vanþróuð þjóð allt fram að Seinni heimstyrjöldinni. Þið eigið ykkar sögu um trúarbragðaátök - afhausuðuð þið ekki biskup? Ykkur tókst á tiltölulega skömmum tíma, 2-3 áratugum að rísa úr volæðinu og vanþróuninni og eruð nú á meðal þróuðustu þjóða heims. Þannig að af hverju ættum við ekki að geta það líka?“ Söguþekking íraska hershöfðingjans kom mér ánægjulega á óvart en ég lét ógert að fara í karp um ólíkar aðstæður og ólíkt sprengjuregni á Írak hefði Íslandi verið kastað inn í nútímann með gullregni herja bandamanna. Mestpart lenti gullið í vösum fámennrar elítu en vissulega sáldraðist eitthvað af gyllta duftinu framhjá söfnunarsílóum pólitískrar spillingar og þyngdi aðeins vasa fátæklinga. Þetta er hin íslenska útgáfa brauðmolakenningarinnar. Þær grunnaðstæður sem þá skópust eru að mestu enn við lýði. Á síðari tímum hefur þjóðin alið af sér afreksfólk sem hefur gert garðinn frægan í útlöndum, sér í lagi á listasviðinu en árangur íþróttamanna hefur einnig verið með ágætum, þegar vel árar. Yfir þeim árangri getum við öll verið stolt sem þjóð. Það er meira að segja dálítið sætt að belgja sig aðeins út yfir Gleðibanka og víkingaklappi en gleymum bara ekki Kaupþingsbanka og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Síðustu daga hafa erlendir vinir mínir og samstarfsmenn sent mér skilaboð og lýst ánægju með Eurovision kvikmynd Will Ferrell. Þeir hlógu að góðlátlegu gríni sem gert var að Íslendingum, þessari skrítnu smáþjóð með stóra drauma. Mér sýnist að þjóðin hafi líka skilið hvað þetta saklausa grín er góð landkynning. Við hlæjum með og móðgumst ekki enda sá gagnrýnandi BBC um að móðgast fyrir okkar hönd. Við hlæjum að honum líka. Í morgun sá ég svo ensku myndbandsútgáfuna af lógókynningu KSÍ og hjartað í mér sökk. Þegar smábelgingur ættjarðarástar yfirkeyrist með svona hræðilegum hætti í yfirgengilegan rembing verður manni bumbult. Það er hárfín lína þarna sem menn mega ekki fara yfir en þarna er stokkið yfir hana heljarstökk - í fullum herklæðum. Af því að í hjarta mínu er mér ekki alveg sama er ég að vona að það taki ekki nokkur maður eftir þessari erlendu útgáfu myndbandsins. Er eiginlega að vona að KSÍ sjái bara sóma sinn í að láta það hægt og hljótt hverfa af vefnum. Ég vona líka að fólk skilji að það er reginmunur á sæluhrolli víkingaklappsins og aulahrolli þjóðrembingsins. Höfundur er ritstjóri Wikileaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tuttugu árum bjó ég um skeið í Edinborg með fjölskyldunni. Bar það þá helst til tíðinda yfir hafið frá Íslandi og í fréttamiðla ytra, að íslensk stjórnvöld hefðu smalað saman erlendum mótmælendum sem fyrirhuguðu að mótmæla opinberri heimsókn leiðtoga Kína og sett þá í fangabúðir á Suðurnesjum. Þannig voru fréttirnar í BBC. Þetta var ekki góð landkynning og mér varð dulítið illt í hjartanu þegar skoskir vinir voru varfærnislega að spyrja út í málið. Það kom sjálfum mér dálítið á óvart að mér stæði ekki á sama hvað fólkið þarna út í heimi héldi um föðurlandið mitt. Þannig blundar í hjartanu vottur af þjóðarstolti, jafnvel þó maður sjálfur hafi talið sig ósköp sigldan og „international“. Ættjarðarást er líka holl og góð enda byggð á væntumþykju gagnvart fallegu landi og stórbrotinni náttúru. Það er þó ekki hægt að fyllast miklu stolti yfir sögu þjóðarinnar enda markast hún af óblíðum refsingum náttúruafla, vanþróun og fádæma harðræði gegn lítilmagnanum. Það má vera helst nokkur þjóðaránægja með að hafa tórað. Þegar ég var í Írak 2007 tók ég viðtal við einn af æðstu stjórnendum í her landsins. Þetta var fremur óáhugavert viðtal og tekið af hálfgerðri skyldu vegna aðstæðna, enda var maðurinn bara að básúna stefnu leppstjórnar í herteknu landi. En hann var vel menntaður og lesinn. Þegar ég spurði hann áhugalítill um vonir hans um framtíð eigin lands, sem sannarlega var í rúst, enn logandi í átökum m.a. stjórnlausum og illvígum trúarbragðavígum sem fóru úr böndunum af því innrásaraðilinn hafði ekkert plan, horfði hann á mig og tók til máls: „Af hverju ættum við ekki að eiga von um að geta risið úr öskustó eins og þið Íslendingar. Þið voruð stórkostlega vanþróuð þjóð allt fram að Seinni heimstyrjöldinni. Þið eigið ykkar sögu um trúarbragðaátök - afhausuðuð þið ekki biskup? Ykkur tókst á tiltölulega skömmum tíma, 2-3 áratugum að rísa úr volæðinu og vanþróuninni og eruð nú á meðal þróuðustu þjóða heims. Þannig að af hverju ættum við ekki að geta það líka?“ Söguþekking íraska hershöfðingjans kom mér ánægjulega á óvart en ég lét ógert að fara í karp um ólíkar aðstæður og ólíkt sprengjuregni á Írak hefði Íslandi verið kastað inn í nútímann með gullregni herja bandamanna. Mestpart lenti gullið í vösum fámennrar elítu en vissulega sáldraðist eitthvað af gyllta duftinu framhjá söfnunarsílóum pólitískrar spillingar og þyngdi aðeins vasa fátæklinga. Þetta er hin íslenska útgáfa brauðmolakenningarinnar. Þær grunnaðstæður sem þá skópust eru að mestu enn við lýði. Á síðari tímum hefur þjóðin alið af sér afreksfólk sem hefur gert garðinn frægan í útlöndum, sér í lagi á listasviðinu en árangur íþróttamanna hefur einnig verið með ágætum, þegar vel árar. Yfir þeim árangri getum við öll verið stolt sem þjóð. Það er meira að segja dálítið sætt að belgja sig aðeins út yfir Gleðibanka og víkingaklappi en gleymum bara ekki Kaupþingsbanka og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Síðustu daga hafa erlendir vinir mínir og samstarfsmenn sent mér skilaboð og lýst ánægju með Eurovision kvikmynd Will Ferrell. Þeir hlógu að góðlátlegu gríni sem gert var að Íslendingum, þessari skrítnu smáþjóð með stóra drauma. Mér sýnist að þjóðin hafi líka skilið hvað þetta saklausa grín er góð landkynning. Við hlæjum með og móðgumst ekki enda sá gagnrýnandi BBC um að móðgast fyrir okkar hönd. Við hlæjum að honum líka. Í morgun sá ég svo ensku myndbandsútgáfuna af lógókynningu KSÍ og hjartað í mér sökk. Þegar smábelgingur ættjarðarástar yfirkeyrist með svona hræðilegum hætti í yfirgengilegan rembing verður manni bumbult. Það er hárfín lína þarna sem menn mega ekki fara yfir en þarna er stokkið yfir hana heljarstökk - í fullum herklæðum. Af því að í hjarta mínu er mér ekki alveg sama er ég að vona að það taki ekki nokkur maður eftir þessari erlendu útgáfu myndbandsins. Er eiginlega að vona að KSÍ sjái bara sóma sinn í að láta það hægt og hljótt hverfa af vefnum. Ég vona líka að fólk skilji að það er reginmunur á sæluhrolli víkingaklappsins og aulahrolli þjóðrembingsins. Höfundur er ritstjóri Wikileaks.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun