Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 09:54 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Storytel. Þar segir jafnframt að seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. Í tilkynningunnni kemur jafnframt fram að Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem segir að hann og þau hjá Forlaginu séu afskaplega ánægð með þessar vendingar og hlakka til samstarfsins með Storytel „sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum. „Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn. Óhætt er að segja að þetta séu tíðindi á bókabransanum en Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga eftir virtustu höfunda landsins. Þarna er því kominn risi á hinn íslenska markað og þótti þó ýmsum fyrirferð Forlagsins á þessum örmarkaði ærin fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig þetta hefur áhrif á framlag ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu. Í tilkynningunni segir einnig að velta Forlagsins hafi verið var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Boðað hefur verið til sérstaks blaðamannafundar vegna þessara viðskipta klukkan eitt í dag, í húsakynnum Forlagsins að Fiskislóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Storytel. Þar segir jafnframt að seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. Í tilkynningunnni kemur jafnframt fram að Forlagið og Storytel á Íslandi munu starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sem segir að hann og þau hjá Forlaginu séu afskaplega ánægð með þessar vendingar og hlakka til samstarfsins með Storytel „sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum. „Kaupin munu styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra, segir Egill Örn. Óhætt er að segja að þetta séu tíðindi á bókabransanum en Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga eftir virtustu höfunda landsins. Þarna er því kominn risi á hinn íslenska markað og þótti þó ýmsum fyrirferð Forlagsins á þessum örmarkaði ærin fyrir. Þá liggur ekki fyrir hvort og þá hvernig þetta hefur áhrif á framlag ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu. Í tilkynningunni segir einnig að velta Forlagsins hafi verið var um 8 milljónir evra árið 2019 (1100 milljónir ISK). Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Boðað hefur verið til sérstaks blaðamannafundar vegna þessara viðskipta klukkan eitt í dag, í húsakynnum Forlagsins að Fiskislóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49