Verslanir í Liverpool með tilboð fyrir Jürgena Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2020 15:01 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Nítjánda Englandsmeistaratitli Liverpool var ákaft fagnað í Liverpool-borg í gærkvöld og verður sjálfsagt áfram fagnað næstu daga. Jürgen Klopp og lærisveinar hans munu því miður ekki geta fagnað titlinum með stuðningsmönnum enn um sinn, en borgaryfirvöld í Liverpool hafa staðfest að veisluhöld verði um leið og það verði hægt. Kórónuveirufaraldurinn veldur því að ekki er ætlast til þess að fólk hópist saman, og hugsanlega verður það ekki fyrr en á næsta ári sem að Liverpool-menn geta ekið í opinni rútu um götur borgarinnar og fagnað með stuðningsmönnum sínum. Fá inneignarnótu fyrir nafnið Borgarbúar gera hins vegar ýmislegt til að halda upp á titilinn og eigendur þriggja matvöruverslana, Jack‘s supermarket, bjóða nú upp á óvenjulegt tilboð. Allir þeir sem bera nafnið Jürgen, eða Jurgen, geta komið í verslanirnar og fengið 100 punda inneignarnótu, bara fyrir það að bera nafn knattspyrnustjórans sem færði borginni langráðan Englandsmeistaratitil. Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hve margir Jürgenar búa í Liverpool, þar sem verslanirnar þrjár eru allar staðsettar. Stöðugur uppgangur hjá Þjóðverjanum Klopp tók við af Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóri Liverpool 8. október 2015 og skrifaði undir samning til þriggja ára. Liverpool var þá í 10. sæti úrvalsdeildarinnar og hafði lent í 6. sæti tímabilið á undan, en uppgangurinn undir stjórn Þjóðverjans hefur verið nánast stöðugur. Hann fór með liðið í tvo úrslitaleiki á fyrsta tímabilinu, í deildabikarnum og Evrópudeildinni, en varð að sætta sig við tap í bæði skiptin. Eftir tímabilið skrifaði hann undir framlengingu á samningi til ársins 2022. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar 2017 og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu, þar sem liðið lék svo til úrslita ári síðar en tapaði fyrir Real Madrid. Liverpool varð í 4. sæti úrvalsdeildarinnar en lenti svo í 2. sæti deildarinnar í fyrra, eftir ævintýralega harða keppni við Manchester City. Liðið varð þá Evrópumeistari og vann sinn fyrsta stóra titil frá árinu 2012. Nú er liðið Englandsmeistari, í fyrsta sinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Tengdar fréttir Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00 Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30 Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31 Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00 „Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54 Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Frumkvöðlarnir Salah og Mané Sadio Mané og Mohamed Salah, tveir af lykilmönnum Liverpool, hafa skráð sig rækilega í sögubækurnar með því að verða Englandsmeistarar. 26. júní 2020 11:00
Þúsundir hlustuðu ekki á Klopp og söfnuðust fyrir utan Anfield | Sjáðu stemninguna Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og stuðningsmenn liðsins fögnuðu því af miklum krafti fyrir utan Anfield, þrátt fyrir bón um annað frá stjóra félagsins. 26. júní 2020 09:30
Klopp brotnaði niður fyrir framan Dalglish og hrósaði honum og Steven Gerrard Liverpool varð í gær enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Eftir að Manchester City missteig sig gegn Chelsea á útivelli varð ljóst að ekkert lið getur náð Liverpool í ár og liðið því orðið meistari. 26. júní 2020 07:31
Liverpool fljótast en líka lengur en nokkuð lið að vinna titilinn Liverpool setti nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með því að verða Englandsmeistari í gær þó að enn séu sjö umferðir eftir af tímabilinu. 26. júní 2020 07:00
„Ótrúlegt afrek hjá leikmönnum mínum“ „Þetta er ótrúlegt,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri nýkrýndra Englandsmeistara Liverpool í fótbolta, eftir að titillinn var í höfn í kvöld. 25. júní 2020 21:54
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01