„Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2025 07:02 Kevin Schade var maður síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni og það hefði verið frábært að vera með hann í Fantasy-liðinu sínu. Getty/Shaun Brooks Þeir sem spila Fantasy-leikinn í ensku úrvalsdeildinni horfa flestir á marga leiki í deildinni líka. Tölurnar tala í Fantasy en ekki skemmtanagildi leikmannsins. Umræða skapaðist um einmitt þetta í nýjasta þættinum af Fantasýn sem er Fantasy Premier League-hlaðvarp Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Í þessum lokaþætti ársins komu þeir Arnar Sveinn Geirsson forseti leikmannasamtakanna og Skagamaðurinn Kristófer Daði Garðarsson í stúdíó.Farið var yfir alla leiki síðustu viku og þar á meðal leik Brentford og Bournemouth þar sem heimamenn í Brentford unnu 4-1 sigur. Enginn lék betur en Kevin Schade sem var með þrennu í leiknum.„Brentford-Bournemouth, 4-1. Hvað á maður að segja, kóngur umferðarinnar, Schade, með þrennu. Hann var nú í einhverri sviðsmynd hjá mér um daginn en ég var svo sem aldrei að fara að taka hann inn. Mér fannst hann bara ekki spennandi. Skrítið að segja það núna,“ sagði Albert Þór Guðmundsson, annar þáttastjórnenda Fantasýn. Var aldrei að fara að taka hann inn „Hann skaust upp í kollinn á manni en maður var aldrei að fara að taka hann inn,“ sagði Kristófer Daði. Arnar Sveinn Geirsson velti þá upp spurningum um leikmannaval þegar þú spilar Fantasy. „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða í þessu. Auðvitað spilar það samt inn í. Svona sumt finnst þér bara meira spennandi en annað, bara út frá því hvernig leikmaðurinn er,“ sagði Arnar.„Þá er ég að meina að það sé gaman að horfa á þennan leikmann. Skiljiði pælinguna mína,“ spurði Arnar. Velur bara þá sem gaman er að horfa á „Við fengum Gústa from the future, hingað um daginn og hann sagðist bara velja leikmenn í liðið sitt sem honum fyndist gaman að horfa á. Ender er árangurinn kannski eftir því,“ sagði Albert í léttum tón. „Það er nú örugglega hægt að sameina þetta einhvern veginn. Schade er þannig leikmaður að hann er rosalega upp og niður. Hann á svona leiki, bara springur út, en svo bara gerir hann ekki neitt. Þetta sýnir hvað hann getur,“ sagði Albert. „Þetta undirstrikar líka hvernig Bournemouth er á útivelli. Þeir leka mörkum. Ég held þeir séu bara nestir í deildinni á útivelli þegar kemur að þeirri tölfræði. 27 mörk fengin á sig á útivelli. Það er ekki gott,“ sagði Albert. „Nei, það er bara alveg agalegt,“ sagði Kristófer. Það er líklegt að Fantasy-spilararnir bekki ekki leikmenn í næstu framtíð sem eru að fara spila við Bournemouth á heimavelli. „Ár Skyttanna“ Það má hlusta á nýjasta þáttinn af Fantasýn hér fyrir neðan en hann ber nafnið „Ár Skyttanna“. Fantasýn er hlaðvarp Fantasy Premier League-hlaðvarps Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Það er stutt á milli leikja og félagsskiptaglugginn fyrir næstu umferð lokar klukkan 18.00 í dag. Enski boltinn Brentford FC Fantasýn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Í þessum lokaþætti ársins komu þeir Arnar Sveinn Geirsson forseti leikmannasamtakanna og Skagamaðurinn Kristófer Daði Garðarsson í stúdíó.Farið var yfir alla leiki síðustu viku og þar á meðal leik Brentford og Bournemouth þar sem heimamenn í Brentford unnu 4-1 sigur. Enginn lék betur en Kevin Schade sem var með þrennu í leiknum.„Brentford-Bournemouth, 4-1. Hvað á maður að segja, kóngur umferðarinnar, Schade, með þrennu. Hann var nú í einhverri sviðsmynd hjá mér um daginn en ég var svo sem aldrei að fara að taka hann inn. Mér fannst hann bara ekki spennandi. Skrítið að segja það núna,“ sagði Albert Þór Guðmundsson, annar þáttastjórnenda Fantasýn. Var aldrei að fara að taka hann inn „Hann skaust upp í kollinn á manni en maður var aldrei að fara að taka hann inn,“ sagði Kristófer Daði. Arnar Sveinn Geirsson velti þá upp spurningum um leikmannaval þegar þú spilar Fantasy. „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða í þessu. Auðvitað spilar það samt inn í. Svona sumt finnst þér bara meira spennandi en annað, bara út frá því hvernig leikmaðurinn er,“ sagði Arnar.„Þá er ég að meina að það sé gaman að horfa á þennan leikmann. Skiljiði pælinguna mína,“ spurði Arnar. Velur bara þá sem gaman er að horfa á „Við fengum Gústa from the future, hingað um daginn og hann sagðist bara velja leikmenn í liðið sitt sem honum fyndist gaman að horfa á. Ender er árangurinn kannski eftir því,“ sagði Albert í léttum tón. „Það er nú örugglega hægt að sameina þetta einhvern veginn. Schade er þannig leikmaður að hann er rosalega upp og niður. Hann á svona leiki, bara springur út, en svo bara gerir hann ekki neitt. Þetta sýnir hvað hann getur,“ sagði Albert. „Þetta undirstrikar líka hvernig Bournemouth er á útivelli. Þeir leka mörkum. Ég held þeir séu bara nestir í deildinni á útivelli þegar kemur að þeirri tölfræði. 27 mörk fengin á sig á útivelli. Það er ekki gott,“ sagði Albert. „Nei, það er bara alveg agalegt,“ sagði Kristófer. Það er líklegt að Fantasy-spilararnir bekki ekki leikmenn í næstu framtíð sem eru að fara spila við Bournemouth á heimavelli. „Ár Skyttanna“ Það má hlusta á nýjasta þáttinn af Fantasýn hér fyrir neðan en hann ber nafnið „Ár Skyttanna“. Fantasýn er hlaðvarp Fantasy Premier League-hlaðvarps Sýnar, heimili enska boltans á Íslandi. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban. Það er stutt á milli leikja og félagsskiptaglugginn fyrir næstu umferð lokar klukkan 18.00 í dag.
Enski boltinn Brentford FC Fantasýn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira