Bruninn á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. júní 2020 10:30 Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni á Bræðraborgarstíg Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Nú berast þær fréttir að bruninn á Bræðraborgarstíg 1 hafi verið mannskæður, þrír eru látnir og tveir eru í gjörgæslu. Líka að 73 einstaklingar hafi verið með skráð lögheimili í húsinu. Ekki hefur enn verið greint frá hver var eigandi hússins, einungis að það hafi verið "skráð" á starfsmannaleigu, né hver eigandasaga þess var hin síðari ár. Einnig er komið fram að Efling hefur haft áhyggjur af ástandi þessa húsnæðis sem mannabústaðar. Fréttir morgunsins kalla á ítarlega rannsókn á hvernig það gat gerst að þessi eldgildra var liðin í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila sem eiga að bera ábyrgð á eftirliti með þessháttar húsnæði: slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og eldvarnaeftirliti, og öðrum bærum aðilum sveitarfélagsins. Við sem eigum oft leið hjá þessu húsi vitum að það hefur um áratuga skeið búið við skelfilegt viðhald eigenda. Þar var um langt skeið rekið dagheimili en því lokað um síðir. Húsið var forskalað og fyrir tveim árum datt stór fláki af forskalningunni af suðurgaflinum og skein í ryðgað bárujárnið undir. Á lóðina sunnanmegin safnaðist reglulega drasl af ýmsu tagi og almannarómur kenndi um leigjendum með tilheyrandi skvettu af útlendingahatri. Þess gætti líka í fyrstu fréttum af brunanum í gær þegar tveir eða þrír þeirra sem komust úr brennandi húsinu voru handteknir og fluttir fáklæddir í járnum og í öllum ummælum lögreglu og slökkviliðs gætti ómannúðlegs tóns gagnvart þeim sem komust úr bálinu. Þá vekur líka athygli að hér brann til kaldra kola bygging sem var 114 áragömul sem var samofin sögu og lífi Vesturbæinga í meira en heila öld. Hús var reist 1906 af Otta Guðmundssyni en frá 1910 var það í eigu Sveins Hjartarsonar bakarameistara sem rak á jarðhæð hússins bakarí sem við hann var kennt. Sveinn var framfaramaður um margt, einn stofnenda Rúgbrauðsgerðarinnar, sultugerðar bakara og Alifuglabús bakara. Að honum stóðu sterkir stofnar frá Steinum á Bráðræðisholti og Ártúni á Kjalarnesi. Steinunn kona hans var fædd í Hlíðarhúsum og er talin fyrst kvenna á Íslandi til að læra á bíl. Af þeim kom mikill fjöldi afkomenda og er það fólk þekkt fyrir hlut sinn í skáksögu Íslands og kvenleggurinn rómaður fyrir fríðleik sinn. Húsið varð fyrir miklum skemmdum þegar neðsta hæðin var rofin með nútímalegum gluggum og austan við það reis steinhús, eitt þeirra húsa við Vesturgötuna sem þurfti að lúta smekkleysi byggingaraðila og veiklyndi byggingarnefndar Reykjavíkur sem alltaf og ævinlega lætur formprýði eldri húsa víkja fyrir hentugleika eignaraðila og lætur ljótleikann njóta réttar.Nú munu eigendur þessa smánarbletts taka til hendinni, rífa steinbygginguna og reisa nýbyggingu sem teygir sig frá auðu lóðinni að sunnan austur á Vesturgötu svo enn skal reynt á smekkleysi byggingarvalda í Reykjavík. Það verður stríð að berja græðgisöflin sem kaupa lóð eða byggingarrétt til að reisa þar hús sem er í flukti við röðina á Vesturgötunni en ekki háhýsin sem standa neðst á Bræðraborgarstíg. En hitt er þó mikilvægast að fram fari opinber rannsókn á því ástandi sem húsið var í hvað varðar brunavarnir og brunaleiðir, hvert ástand var á þeim og hvernig eftirliti með þeim var háttað, hver bar ábyrgð á því, hver var ábyrgð þeirra sem húsinu réðu og skráðu þar til heimilis 73 einstaklinga. Sú langvinna vanræksla sem þarna viðgekkst kostaði á endanum þrjú mannslíf og er því í raun verkefni lögreglunnar að taka það allt til rannsóknar. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar