Hver ber ábyrgð á kverúlantinum? Ólafur Hauksson skrifar 24. júní 2020 13:31 Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Ólafur Hauksson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Franklín forsetaframbjóðandi er kverúlant. Einn af mörgum slíkum sem hefur reynt gegnum tíðina að komast í forsetaframboð án árangurs, ef undan er skilinn jólasveinninn. En Guðmundi tókst það, meirihluta þjóðarinnar til ama og ekki síst skattgreiðendum sem fá reikning upp á rúmar 400 milljónir króna fyrir að halda forsetakosningar. Óþarfi er að kenna Guðmundi Franklín um að vera í vonlausu framboði til að verða forseti Íslands. Hann fór eftir reglunum og fann 1.500 meðmælendur sem þurfti til að komast í framboð. Þar liggur hundurinn grafinn. Tilskilinn fjöldi meðmælenda hefur verið óbreyttur frá stofnun embættis forseta árið 1944. Þá voru landsmenn 126 þúsund, nú eru þeir yfir 360 þúsund. Miðað við mannfjöldaþróun ætti að þurfa að lágmarki 4.500 meðmælendur til að komast í forsetaframboð, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að kverúlantar á borð við Guðmund Franklín, jólasveininn og málarameistarann þvælist þangað sem þeir eiga ekkert erindi. Íslendingar hafa sýnt það í gegnum tíðina hvernig þjóðhöfðingja þeir vilja. Íslendingar vilja ekki eins máls fólk sem heldur að embætti forseta sé eins manns pólitískur flokkur og hefur í raun enga hugmynd um tilgang þess. En hinn lági þröskuldur til að komast í framboð hefur freistað margra þrasara. Ástæða þess að flestum kverúlöntunum hefur gengið illa til þessa er sá að fá þurfti undirritun tilskilins fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi. Það var létt mál á höfuðborgarsvæðinu, en þyngra á landsbyggðinni. Það kallaði á ferðalög út um allt land með undirskriftalista. Yfirleitt nægði fólki að hitta frambjóðandann til að vilja ekki skrifa upp á framboðið. En núna hefur sú breyting orðið á að fólk getur kvittað rafrænt upp á stuðning sinn við framboð. Það kom Guðmundi Franklín til góða. Hann og stuðningsfólk hans gat að mestu látið sér nægja að hringja í fólk, senda því tölvupósta eða skilaboð á samfélagsmiðlum. Enginn þurfi að sjá frambjóðandann eða heyra í honum og það hjálpaði vafalaust til. Söfnun 1.500 „undirskrifta“ var létt verk og löðurmannlegt miðað við það sem áður þurfti. Að sjálfsögðu ber Alþingi ábyrgð á því að Guðmundur Franklín kostar okkur skattgreiðendur hundruð milljónir króna með fullkomlega tilgangslausu forsetakjöri. Alþingi átti fyrir löngu að vera búið að breyta þeim kafla stjórnarskrárinnar sem kveður á um fjölda meðmælenda með forsetaframboði. Ekki síst hefðu núverandi þingmenn og þeir sem sátu á síðasta kjörtímabili að beita sér fyrir þessu, í ljósi þess að rafrænar undirskriftir voru á næsta leiti. Höfundur starfar við almannatengsl.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun