Martial skoraði þrennu er Man Utd í baráttunni um Meistaradeildarsæti Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 18:55 Martial tryggði sér þrennuna með glæsilegri vippu. Alex Livesey/Getty Images Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á Sheffield United á tómum Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hinn franski Anthony Martial gerði öll þrjú mörk heimamanna. Fyrsta markið kom strax eftir sjö mínútna leik en Marcus Rashford átti þá þéttingsfasta fyrirgjöf í anda Antonio Valencia – fyrrum hægri bakvarðar Man Utd – fyrir markið og Martial sá til þess að boltinn endaði í netinu. Skömmu fyrir hálfleik var Martial aftur á ferðinni eftir góða fyrirgjöf Aaron Wan-Bissaka af hægri vængnum. Staðan 2-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegur en á 74. mínútu leiksins fullkomnaði Martial þrennu sína með frábærri vippu yfir markvörð gestanna eftir góða sendingu Rashford í gegnum vörn Sheffield. Skömmu síðar gerði Ole Gunnar Solskjær svo fimmfalda skiptingu og þorir undirrtaður að fullyrða að það sé í fyrsta skipti í sögunni sem það er gert í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn þýðir að Man Utd er komið upp í 49 stig, aðeins tveimur stigum frá Chelsea sem er í 4. sæti en Lundúnaliðið á þó leik til góða. Sheffield er í 8. sæti með 44 stig.
Manchester United vann öruggan 3-0 sigur á Sheffield United á tómum Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hinn franski Anthony Martial gerði öll þrjú mörk heimamanna. Fyrsta markið kom strax eftir sjö mínútna leik en Marcus Rashford átti þá þéttingsfasta fyrirgjöf í anda Antonio Valencia – fyrrum hægri bakvarðar Man Utd – fyrir markið og Martial sá til þess að boltinn endaði í netinu. Skömmu fyrir hálfleik var Martial aftur á ferðinni eftir góða fyrirgjöf Aaron Wan-Bissaka af hægri vængnum. Staðan 2-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur rólegur en á 74. mínútu leiksins fullkomnaði Martial þrennu sína með frábærri vippu yfir markvörð gestanna eftir góða sendingu Rashford í gegnum vörn Sheffield. Skömmu síðar gerði Ole Gunnar Solskjær svo fimmfalda skiptingu og þorir undirrtaður að fullyrða að það sé í fyrsta skipti í sögunni sem það er gert í ensku úrvalsdeildinni. Sigurinn þýðir að Man Utd er komið upp í 49 stig, aðeins tveimur stigum frá Chelsea sem er í 4. sæti en Lundúnaliðið á þó leik til góða. Sheffield er í 8. sæti með 44 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti