Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 17:00 Ederson hefur verið hálfgerður áhorfandi í síðustu leikjum Manchester City liðsins enda hefur ekkert verið að gera hjá honum. Getty/Matt McNulty Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Manchester City hefur leikið sér af andstæðingum sínum í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir kórónuveirufaraldurinn og yfirburðirnir eru slíkir að það er hreinlega ekkert að gera hjá einum leikmanni liðsins. Brasilíska markverðinum Ederson hlýtur að hafa leiðst í þessum tveimur leikjum á móti Arsenal og Burnley því slíkir voru yfirburðir Manchester City liðsins. Það var ekki aðeins sú staðreynd að City menn skoruðu átta mörk í leikjunum tveimur og sköpuðu sér fjölda annarra marktækifæra heldur einnig það að mótherjarnir gerðu ekkert á móti. Manchester City have played 180 minutes of Premier League football since the restart.They've scored eight goals and not faced a single shot on target. ?? pic.twitter.com/IPte9X8YMF— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Ederson fékk ekki á sig eitt skot þessar 180 mínútur. Á móti áttu leikmenn Manchester City 36 skot þar af 19 þeirra á markið. Leikirnir fóru vissulega báðir fram á heimavelli Manchester City en þaðan koma fá lið með eitthvað til baka. Heimaleikirnir hjá Manchester City hafa líka ekki reynt mikið á Ederson að undanförnu. Í raun hefur hann ekki fengið á sig skot á heimavelli síðan í janúar síðastliðnum. Leikmenn Burnley, Arsenal og West Ham náðu ekki skoti á mark í þessum þremur síðustu leikjum og alls aðeins sex skotum samanlagt á 270 mínútum. The last shot on target Ederson faced at home in the Premier League was in against Crystal Palace... in January.He's played 301 minutes since an opponent forced him to *try* and make a save at the Etihad. ?? pic.twitter.com/jmkPBobIfN— Squawka Football (@Squawka) June 22, 2020 Sá síðasti til að ógna Ederson eitthvað var leikmaður hjá Crystal Palace í 2-2 jafntefli liðanna 18. janúar síðastliðinn. Síðasta skotið á mark var jöfnunarmark Palace í leiknum en það kom á lokamínútunni. Það skot kom reyndar frá Fernandinho, leikmanni Manchester City, og var því sjálfsmark. Crystal Palace náði reyndar fjórum skotum á marki í leiknum og sá síðasti úr þeirra liði til að láta reyna á Ederson var Wilfried Zaha á 59. mínútu. Ederson varði það skot auðveldlega. Síðan er liðin 301 mínúta.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira