Aldrei fleiri horft á leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 17:45 Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Liverpool mennina Jordan Henderson og Alex Oxlade-Chamberlain í leiknum á Goodison Park í gær. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu að taka stig á móti nágrönnum sínum og verðandi Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær en þrátt fyrir markaleysið þá fór leikurinn í sögubækurnar. Leikur Everton og Liverpool setti nýtt met í gær því aldrei hafa fleiri horft á sjónvarpsútsendingu frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Alls horfðu 5,5 milljónir á leikinn hjá Sky Sports og Pick TV en mikill áhugi á leikjum helgarinnar varð til þess að gamla metið féll. Metið var orðið átta ára gamalt. Merseyside derby breaks viewing figures on Sky Sports as 5.5m people tune inhttps://t.co/W1hGrpEBHu pic.twitter.com/d89uaDUsc6— Mirror Football (@MirrorFootball) June 22, 2020 Fyrir þessa helgi höfðu mest 4,2 milljónir horft á einn leik í sjónvarpi í Bretlandi en það voru þeir sem horfðu á nágrannaslag Manchester City og Manchester United árið 2012. Vincent Kompany skoraði þá sigurmarkið fyrir Manchester City í 1-0 sigri. Auðvitað hjálpar til að leikur Everton og Liverpool var ekki aðeins sýndur á Sky Sports heldur einnig í opinni dagskrá hjá Pick TV. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir kórónuveirufaraldurinn og svo auðvitað mikill nágrannaslagur milli liða frá sömu borg. Stuðningsmenn félaganna og aðrir þyrstir í fótbolta og ekki gátu þeir mætt á Goodison Park þar sem engir áhorfendur voru leyfðir á leikvöngunum. Liverpool hefði með sigri í leiknum í gær getað séð til þess að liðið ætti möguleika á því að tryggja sér enska meistaratitilinn á Anfield á miðvikudagskvöldið. Eftir þetta jafntefli þá þurfa stuðningsmenn Liverpool þurfa nú að bíða aðeins lengur. Það er mikill áhugi á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að engir áhorfendur séu leyfðir á völlunum sjálfum. 4,5 milljónir horfðu þannig á leik Crystal Palace og Bournemouth á BBC One og iPlayer. Sá leikur fór fram á laugardaginn og var því í raun eigandi metsins í sólarhring eða þangað til að það svo féll með leik Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira