Meira en bara smá niðursveifla hjá De Gea segir Neville Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 09:30 Frammistöður David De Gea hafa ekki verið nægilega góðar undanfarin misseri. EPA-EFE/PETER POWELL Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United og Sky Sports, hefur miklar áhyggjur af frammistöðu spænska markvarðarins David De Gea. De Gea hefur verið gagnrýndur fyrir markið sem hann fékk á sig gegn Tottenham Hotspur um helgina en Man Utd nældi í stig í Lundúnum þökk sé vítaspyrnu Bruno Fernandes. Mark Tottenham skoraði Hollendingurinn Steven Bergwijn og þó varnarmenn Man Utd hafi verið út á túni í aðdraganda marksins hefði sá spænski átt að gera betur. "I'm flabbergasted, I wouldn't even let them back on the bus after the match. I'm disgusted with it"Roy Keane's rant about with David De Gea & Maguire pic.twitter.com/A7rOxevwId— Football Daily (@footballdaily) June 19, 2020 „Frammistaða leikmanna getur dalað en það er allt í lagi ef það fer ekki yfir nokkra mánuði. Ef það er í meira en ár þá fer maður að hafa áhyggjur. Ef það nær tveimur árum þá fer það að vera varanlegt, “ segir Neville í hlaðvarpi sínu fyrir Sky. Vill Neville meina að frammistaða De Gea með Spáni á HM sumarið 2018 sé í raun ástæða þess að sjálfstraust markvarðarins sé í molum. „Móttökurnar sem hann fékk frá Spánverjum hafa haft áhrif á hann. Þeir bauluðu á De Gea og hann hefur raunar aldrei jafnað sig. Andlega er hann ekki sá sami og hann var.“ Frá því að HM í Rússlandi fór fram, sumarið 2018, hefur De Gea gert sjö mistök sem hafa endað með marki samkvæmt tölfræði Sky Sports. Enginn leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefur gert fleiri mistök sem enda með marki á þeim tíma. Lausn Neville við vandamálum De Gea er einföld. Leggja meira á sig. „Það er aðeins einn hlutur sem hægt er að gera þegar maður á erfitt: Æfa og æfa meira. Þú þarft að vera fyrstur á æfingasvæðið og sá síðasti sem fer.“ Slakar frammistöður De Gea undanfarin misseri hafa ýtt undir orðróma þess efnis að Dean Henderson - sem er á láni hjá Sheffield United – sé að fara taka stöðu De Gea á Old Trafford. Henderson hefur átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni og hefur alls haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. Enginn markvörður deildarinnar hefur haldið oftar hreinu en Henderson. Alisson, hjá Liverpool, og Nick Pope, hjá Burnley, hafa einnig haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum. De Gea hefur aðeins leikið átta leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu án þess að fá á sig mark. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, hefur lítið viljað gefa upp en hann virðist vilja halda Henderson í herbúðum Manchester United á næstu leiktíð. Spáir Norðmaðurinn því að enski markvörðurinn verði bæði aðalmarkvörður Man Utd sem og enska landsliðsins þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira