Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 16:26 Neal Maupay fékk létt högg frá Guendouzi undir lok leiks og lá eftir. VÍSIR/GETTY Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Sjá meira
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02