Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 18. júní 2020 13:30 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. Áherslan hefur verið sett á mannúð, mannvirðingu og miskunnsemi og íslenska þjóðin hefur fylkt sér á bakvið þessa stefnu stjórnvalda. Mitt í erfiðum aðstæðum og ringulreið af völdum heimsfaldursins lögðu stjórnvöld fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga, þingskjal 1228-717mál, á 150. löggjafarþingi. Heimsfaraldur á borð við Covid19 var og er samfélagslegt áfall. Að okkar mati er það hlutverk stjórnvalda að mæta og milda hvað best þau geta þau áföll sem samfélög og einstaklingar verða fyrir ekki að ýfa upp og ýkja. Að vera manneskja á flótta er áfall. Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er því ekki til þess fallið að bæta umgjörðina um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þessar muni fremur stuðla að því að ýfa upp og ýkja fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á að lifa mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Í ljósi fyrrnefndrar stefnu stjórnvalda í baráttunni við Covid19 skýtur það skökku við að nú skuli vera lagðar til breytingar á lögum um útlendinga sem eru í ósamræmi og andstöðu við þau viðbrögð og vinnubrögð.Við undirrituð viljum benda á nokkur atriði er tengjast mjög þjónustuvettvangi okkar sem við teljum mikilvægt að fá frekari umræðu um í þjóðfélaginu. Það gerum við í þremur aðsendum greinum sem munu birtast hér. 8.gr. frumvarpsins Lagt er til að ,,í upphafi 8. mgr. 33. gr. laganna komi nýr málsliður svohljóðandi: Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun.“Undirrituð telja að hér sé verið að gera alvarleg mistök sem munu hafa gríðarleg áhrif á það fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og fellur undir þetta ákvæði. Reglulega kemur það fyrir að ákvörðun um brottvísun fólks úr landi dragist mánuðum saman. Með þessari breytingu á lögunum ætlar ríkið að opna á þann möguleika að fótum verði að kippt undan framfærslu einstaklings og fjölskyldu hans, rétti hans til húsnæðis, jafnramt því sem honum er óheimilt að stunda launaða vinnu. Með þessu eru grundvallarbjargráð tekið frá fólki sem er sett í þá stöðu að þurfa að reiða sig á mataraðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar eða annarra hjálparstofnanna. Það er sett í þá stöðu að eiga ekki möguleika á viðunandi heilbrigðisþjónustu eða annarri grunnþjónustu sem verndar og viðheldur lífinu. Gildir einu hvort um ræðir börn eða geðfatlaða einstaklinga svo dæmi séu tekin. Hér er verið að brjóta 33. grein útlendingalaga sem fjallar um grundvallarmannréttindi, húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. 33. gr. laganna er nú þegar nægilega ströng og sparar ríkinu tæplega þá fjármuni að seilast þurfi í vasa þeirra sem veikast standa. Heggur nú sá er hlífa skildi. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur og horfa til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Þá þarf frumvarp þetta að hlýta betur þeim mannréttindasáttmálum sem íslensk yfirvöld hafa samþykkt og þeim mannúðarstjónarmiðum sem birtust í starfi yfirvalda í gegnum hið samfélagslega áfall sem Covid19 var og er íslensku þjóðinni. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun