Hvernig losar þú þig við samkeppnisaðila - nokkur góð ráð handa einokunarfyrirtæki Jón Páll Hreinsson skrifar 16. júní 2020 14:00 Að vera einokunarfyrirtæki er vandasamt verkefni. Eins og nafnið gefur til kynna þá getur þú í krafti stærðar og stöðu á markaði einokað markaðinn og hrakið alla samkeppni í þrot. Ef neytendur og ríkið setja engin mörk, þá getur einokunarfyrirtækið hagað sér nokkurn veginn eins og þeim sýnist og setið eitt að peningum neytanda. Sem betur fer hafa neytendur ekki sætt sig við slíka hegðun og hefur með stuðningi samkeppniseftirlits hefur það reynst einokunarfyrirtækjum æ erfiðara að einoka markaðinn. En það er nú samt von. Ef einokunarfyrirtækið vandar sig þá eru nokkrar leiðir til þess að losa sig undar ábyrgðinni að vera langstærsta fyrirtækið á markaði. Hér fyrir neðan eru nokkur skref fyrir einokunarfyrirtæki sem vilja losa sig við samkeppnisaðila: Framleiddu eins vörur og samkeppnisaðilinNýir aðilar á markaði koma gjarnan inn með nýjar áherslur í vöruframboði. Þeir þróa vörur sem neytendum finnst vera spennandi og eru tilbúnir að færa sig frá einokunarfyrirtækinu sem ekki hefur sinnt því sem skyldi. Með því að kópera nýsköpun hins nýja samkeppnisaðila og þróa eins vörur (þótt þær heiti öðru nafni) minnkar þú sérstöðu hans. Ráðast beint á sérstöðu littla samkeppnisaðilansEf samkeppnisaðilin hefur náð að skapa sér sérstöðu, t.d. með því að bjóða uppá umhverfisvænar umbúðir, þá má alls ekki leyfa honum að komast upp með slíkt og bjóða umsvifalaust upp á eins pakkningar. Ef þú getur ekki boðið uppá eins pakkningar, þá má breyta pakkningum og merkja þær umhverfisvænar. Hefja markaðsherferð hægt og rólega Mikilvægt er að byrja ekki á stórri auglýsingaherferð þar sem þú berð þínar endurbættu vörur saman við samkeppnisaðilann og segir neytendum að vörur hans séu ekkert sérstakar. Frekar gera þetta hægt og rólega og smásaman hrekur þú nýja aðilann út af markaðnum. Ef þú gerir þetta með látum þá fatta neytendur hvað þú ert að gera og geta brugðist illa við. Lækka verðið með afsláttum undir borðiðEf ekkert gengur og neytendur halda áfram tryggð við littla samkeppnisaðilan, þá er eitt gamalt og gott ‚trix‘ sem hægt er að nota. Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til að gera út af við minni samkeppnisaðila er nefnilega að lækka verðið, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð, og hrekja hann þannig í þrot. En þar sem það er bannað, þá er ein leið framhjá því að bjóða uppá svokallaða „markaðsstyrki“, þá býður þú endursöluaðilum sama gamla verðið en greiðir samhliða styrki til þeirra á móti og lækkar þannig vöruna, þótt það komi hvergi fram. Þessi ráð eru öll siðlaus og það síðasta ólöglegt með öllu og ég mæli ekki með notkun þeirra fyrir neinn. Sumir eru kannski hneykslaðir á því að ég sé að kenna slíkan ósóma fyrir framan alþjóð. En það má ekki gleyma að með því að þekkja leiðirnar, þá er auðveldara að benda á þær. Kannski hjálpa þessi góðu ráð einhverjum til að benda á framkomu einhverra fyrirtækja sem gleyma hlutverki sínu sem leiðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði og þurfa vinsamlegar ábendingar neytenda og stjórnvalda til að breyta til betri vegar. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík og situr í stjórn Örnu mjólkurvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Bolungarvík Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Að vera einokunarfyrirtæki er vandasamt verkefni. Eins og nafnið gefur til kynna þá getur þú í krafti stærðar og stöðu á markaði einokað markaðinn og hrakið alla samkeppni í þrot. Ef neytendur og ríkið setja engin mörk, þá getur einokunarfyrirtækið hagað sér nokkurn veginn eins og þeim sýnist og setið eitt að peningum neytanda. Sem betur fer hafa neytendur ekki sætt sig við slíka hegðun og hefur með stuðningi samkeppniseftirlits hefur það reynst einokunarfyrirtækjum æ erfiðara að einoka markaðinn. En það er nú samt von. Ef einokunarfyrirtækið vandar sig þá eru nokkrar leiðir til þess að losa sig undar ábyrgðinni að vera langstærsta fyrirtækið á markaði. Hér fyrir neðan eru nokkur skref fyrir einokunarfyrirtæki sem vilja losa sig við samkeppnisaðila: Framleiddu eins vörur og samkeppnisaðilinNýir aðilar á markaði koma gjarnan inn með nýjar áherslur í vöruframboði. Þeir þróa vörur sem neytendum finnst vera spennandi og eru tilbúnir að færa sig frá einokunarfyrirtækinu sem ekki hefur sinnt því sem skyldi. Með því að kópera nýsköpun hins nýja samkeppnisaðila og þróa eins vörur (þótt þær heiti öðru nafni) minnkar þú sérstöðu hans. Ráðast beint á sérstöðu littla samkeppnisaðilansEf samkeppnisaðilin hefur náð að skapa sér sérstöðu, t.d. með því að bjóða uppá umhverfisvænar umbúðir, þá má alls ekki leyfa honum að komast upp með slíkt og bjóða umsvifalaust upp á eins pakkningar. Ef þú getur ekki boðið uppá eins pakkningar, þá má breyta pakkningum og merkja þær umhverfisvænar. Hefja markaðsherferð hægt og rólega Mikilvægt er að byrja ekki á stórri auglýsingaherferð þar sem þú berð þínar endurbættu vörur saman við samkeppnisaðilann og segir neytendum að vörur hans séu ekkert sérstakar. Frekar gera þetta hægt og rólega og smásaman hrekur þú nýja aðilann út af markaðnum. Ef þú gerir þetta með látum þá fatta neytendur hvað þú ert að gera og geta brugðist illa við. Lækka verðið með afsláttum undir borðiðEf ekkert gengur og neytendur halda áfram tryggð við littla samkeppnisaðilan, þá er eitt gamalt og gott ‚trix‘ sem hægt er að nota. Auðveldasta og skilvirkasta leiðin til að gera út af við minni samkeppnisaðila er nefnilega að lækka verðið, jafnvel niður fyrir kostnaðarverð, og hrekja hann þannig í þrot. En þar sem það er bannað, þá er ein leið framhjá því að bjóða uppá svokallaða „markaðsstyrki“, þá býður þú endursöluaðilum sama gamla verðið en greiðir samhliða styrki til þeirra á móti og lækkar þannig vöruna, þótt það komi hvergi fram. Þessi ráð eru öll siðlaus og það síðasta ólöglegt með öllu og ég mæli ekki með notkun þeirra fyrir neinn. Sumir eru kannski hneykslaðir á því að ég sé að kenna slíkan ósóma fyrir framan alþjóð. En það má ekki gleyma að með því að þekkja leiðirnar, þá er auðveldara að benda á þær. Kannski hjálpa þessi góðu ráð einhverjum til að benda á framkomu einhverra fyrirtækja sem gleyma hlutverki sínu sem leiðandi fyrirtæki á fákeppnismarkaði og þurfa vinsamlegar ábendingar neytenda og stjórnvalda til að breyta til betri vegar. Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík og situr í stjórn Örnu mjólkurvara.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun