Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 00:00 Skimun á Keflavíkurflugvelli hefst í dag, samhliða tilslökun á samkomubanni. Vísir/Vilhelm Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag. Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi, í samræmi við auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þess efnis. Ákvörðunin var tekin í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hvernig haga ætti tilslökunum. Þá hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag. Helstu breytingar sem urðu nú á miðnætti er að fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Þá falla niður þær takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva sem hafa verið í gildi frá því slíkir staðir opnuðu aftur eftir að samkomubann var hert í mars. Þá var leyfilegur fjöldi gesta takmarkaður við 75% af þeim fjölda sem húsrúm leyfði. Fyrstu farþegar lenda upp úr tíu Í dag hefst skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar og munu um 60 manns koma með beinum hætti að sýnatöku. Farþegum sem neita að fara í skimun eða sóttkví á landamærum Íslands verður vísað úr landi. Áætluð flug til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í dag eru alls níu talsins. Það fyrsta er flug ungverska flugfélagsins Wizz Air frá London, sem áætlað er að lendi klukkan 10:10. Gera má ráð fyrir að farþegar þeirrar vélar verði þeir fyrstu sem verði skimaðir fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Hér má nálgast nánari upplýsingar um fyrirhuguð komuflug til Keflavíkur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag var fjallað nánar um málið, og skimunaraðstaðan skoðuð. Fjórða afléttingin Fyrsta aflétting á samkomutakmörkunum var gerð þ. 4 maí síðastliðinn, önnur aflétting var gerð 18. maí en þá voru sundlaugar opnaðar með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta og þriðja aflétting var gerð 25. maí síðastliðinn. Samkomubanni var komið á hér á landi þann 15. mars, með það fyrir augum að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Bannið var tilkynnt tveimur dögum áður og sett til fjögurra vikna. Þá máttu ekki fleiri en hundrað koma saman á hverjum stað. Þann 22. mars var síðan tilkynnt um að samkomubannið yrði hert þann 24. mars og það framlengt. Þá var tilkynnt að ekki mættu fleiri en 20 koma saman á hverjum stað, nema um væri að ræða rými á borð við matvörubúðir eða lyfjaverslanir. Í maí fór að rofa til í þessum málum, en þann 4. maí voru gerðar fyrstu tilslakanir á banninu. Þá voru samkomutakmörk hækkuð upp í 50. Eins hófst starf í leik- og grunnskólum með eðlilegum hætti að nýju. Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi gat opnað á ný en áfram átti að tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur var. Þann 18. maí opnuðu sundlaugar síðan á nýjan leik, mörgum til mikillar gleði. Líkamsræktarstöðvarnar fylgdu fljótlega á eftir, en þær opnuðu dyr sínar þann 25. maí. Voru það síðustu tilslakanir sem gerðar voru á samkomubanninu þar til í dag.
Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Fréttir af flugi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira