En hver er sannleikurinn? Katrín Oddsdóttir skrifar 14. júní 2020 09:30 Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun