Opið bréf til dómsmálaráðherra Arney Íris E. Birgisdóttir skrifar 14. júní 2020 08:00 Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Lögreglan Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Háttvirtur dómsmálaráðherra: „Við hnippum í þá og ýtum þeim út.” Þetta voru orðin sem undirmenn þínir í lögreglunni höfðu um flóttamenn og hælisleitendur í viðtali við ríkisútvarpið á dögunum. Íslenska ríkið fjárfesti nefnilega nýlega í sérhönnuðum löggubíl (lesist, flóttamannafangara) sem er sérstaklega útbúinn til þess að sinna landamæraeftirliti og að því er virðist aðallega í þeim tilgangi að „stöðva bíla með Albönum og Rúmenum” svo hægt sé að skoða þá í bak og fyrir. Veistu, kæri dómsmálaráðherra, í ljósi umræðunnar sem á sér stað í heiminum í dag þá mér finnst þetta vera algjörlega frábær tímasetning hjá þér. Í alvöru, þetta viðtal á svo vel við akkúrat núna að mér finnst það bara næstum fyndið, þrátt fyrir að umræðuefnið sjálft sé langt frá því að vera hlægilegt. „Vænti þess að við munum finna fleiri” var einn frasinn sem hafður var eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu í þessu viðtali og ég veit ekki með þig en í mínum eyrum hljómaði þessi setning eins og eitthvað sem meindýraeyðir myndi segja eftir að hafa fjárfest í nýjum gildrum fyrir kakkalakka. Og það finnst mér verulegt áhyggjuefni. Samkvæmt viðtalinu hefur bíllinn núþegar verið notaður til þess að trufla hundrað manns við vinnu en af hundrað hafa aðeins átta reynst vera hér á landi ólöglega. Getur þú ímyndað þér hversu ömurlegt það hlýtur að vera að vera dreginn uppí löggubíl á miðjum vinnudegi einfaldlega vegna þess að einhver taldi þig ekki líta nógu íslenskan út? Á tæpum mánuði hafa 92 saklausar manneskjur lent í þessu. Og ég get lofað þér að þeim fannst það ekki gaman. Sú staðreynd að aðeins átta af hundrað voru hér ólöglega segir mér allt sem ég þarf að vita um það hversu „stórt” innflytjendavandamálið á Íslandi er, og hversu „lítið” vandamál rasismi er í dag. Íslenska ríkisstjórnin, lögreglan og þjóðin virðast í flestum tilvikum ekki gera sér grein fyrir því hversu mikilla forréttinda við njótum. Á Íslandi hljóta nýfædd börn almenna heilbrigðisþjónustu og lögbundin réttindi á vinnumarkaði í sængurgjöf og flestir Íslendingar njóta þeirra forréttinda til æviloka. Ég get lofað þér því að ef þú eyddir korteri í að lesa þér til um heilbrigðisþjónustuna sem almenningur nýtur í Albaníu og Rúmeníu myndiru komast að því að raunveruleikinn þar er alls ekki sá sami. Til þess að auðvelda þér verkefnið ætla ég að gefa þér eina vísbendingu: árið 2018 sátu þessi lönd í 34. og 35. sæti á lista yfir heilbrigðisvísitölur í Evrópu (Ísland var í tíunda sæti). Núna þegar þú veist það, kemur það þér virkilega á óvart að fólk vilji búa sér til betra líf á Íslandi, þegar aðstæðurnar í heimalandinu eru ekki betri en svo? Finnst þér það í alvöru ekki athugunarvert að háttsettir lögreglumenn, þessir bjargvættir lands og þjóðar, segi það í viðtölum við fréttastofur að þeir ætli sér að leita uppi og henda út hælisleitendum, og brosi svo framan í myndavélina eins og það sé eitthvað sem þeir ættu að vera stoltir yfir? Við erum að tala um fjölskyldur sem hafa lítið gert af sér annað en að eiga sér þann draum stærstan að upplifa íslenska drauminn í allri sinni dýrð. Ég veit vel að þú og fleiri eruð ekki sammála mér og finnst ef til vill að við ættum fyrst að hafa áhyggjur af því að bæta hag fátækra Íslendinga, áður en við snúum okkur að fátækum útlendingum. Ég er ekkert endilega ósammála því, en ég er ekki viss um að mér finnist það eiga að vera á ábyrgð og kostnað stríðshrjáðra Sýrlendinga (sem lögreglan hefur líka hent úr landi) að fátækir Íslendingar lifi betra lífi. Hvernig væri það að ráðamenn landsins hættu að eyða pening í eltingaleik við hælisleitendur sem vinna svarta byggingavinnu fyrir 700 krónur á tímann, og forgangsröðuðu frekar að nota þessar 27 milljónir króna sem nýi og glansandi löggubílinn kostaði til þess að raunverulega hjálpa þeim Íslendingum sem þurfa á hjálp að halda? Ég er enginn sérfræðingur en ég er frekar viss um að nokkrir erlendir vinnumenn sem vinni svart kosti íslenska ríkið ekki nærri jafn mikið og nokkrir spilltir og sjálfumglaðir þingmenn sem svíkjast undan skatti í Panama á sama tíma og þeir sjá til þess að kvótakóngar sitji sem fastast á toppnum. Hvað heldur þú? Kæri dómsmálaráðherra. Þú ert hræsnari, og ég vildi óska að ég gæti talað betur um þig en staðreyndin er bara sú að ég finn ekki fallegra orð yfir manneskju sem einn daginn mætir á samstöðufund gegn rasisma á Austurvelli en aðra daga sendir fjölskyldur, langveik börn og þungaðar konur aftur til landa þar sem þau eiga (greinilega) ekki lengur heima og eru (mjög greinilega) ekki velkomin. Þetta er spilling, ómannúðleg háttsemi og vægast sagt illmennska og þetta mun ekki viðhafast lengur. Ekki í mínu nafni. Höfundur er nemi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun