Rafrettur að brenna út? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. júní 2020 17:14 Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú. Á sama tíma hafa reykingar unglinga og fullorðinna dregist saman en aðeins 6% fulllorðinna Íslendinga reykja daglega - sem er sennilega heimsmet. Það er ljóst að aukin fræðsla um skaðsemi rafrettna er að skila sér, ekki síst í kjölfar faraldurs af bráðum lungnaskaða (ARDS) í Bandaríkunum á sl. ári. Einnig spannst þörf umræða í kringum íslensk tilfelli þar sem ungir einstaklingar fengu rof á lunga eftir rafrettunotkun. Sennilega hafa foreldrar því brýnt betur fyrir börnum sínum að láta veipið vera, eins og þeir hafa greinilega gert með sígarettur og áfengi. Þessi frábæru tíðindi slá á þá mítu að rafrettur og veip séu forsenda þess að lækka tíðni reykinga - kenning sem ekki heldur vatni enda hefur lækkun á tíðni reykinga haldist í hendur við minni notkun rafrettna. Veip er vissulega skárra en sígarettur og getur hjálpað sumum einstaklingum að hætta reykingum .Það er þó engan vegin eina leiðin til að ná reykleysi og má t.d. nefna nikótínplástur, neðúða og tyggjó. Rafrettur og veip eru heldur engin saklaus neysluvara, en því miður hefur markaðssetning aðallega beinst að börnum og unglingum, og fyrirtækin þannig reynt að tryggja sér bissness upprennandi nikótínfíkla ævilangt. Rafrettur hafa verið faraldur hér á landi, ekki síst hjá unglingum og menntaskólanemum, og mikilvægt að ná að snúa þeirri þróun við sem snarast. Rannsoknir og greining Nú er brýnt að setja strangari reglugerðir um bragðefni í rafrettuvökva, fækka sölustöðum og takmarka þannig enn frekar aðgengi barna og unglinga að rafrettum. Þannig getum við náð rafrettunotkun unglinga niður í reykingatölur - sem í dag eru vart mælanlegar. Einnig verður að tryggja að settar verði skýrar reglur um sölu nikótínpúða og munntóbaks. Á Íslandi höfum við náð frábærum árangri í tóbaksvörnum og ég er sannfærður um að sú aðferðafræði sem beitt hefur verið hérlendis muni vekja athygli erlendis, líkt og góður árangur okkar í Covid-19 faraldrinum. Fækkun reykingatengdra sjúkdóma mun spara íslensku heilbrigðiskerfi tugi milljarða á næstu áratugum en enn þyngra vega öll þau mannslíf sem bjargað verður með þessum markvissu aðgerðum. Höfundur er hjartaskurðlæknir og prófessor.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun