Körfubolti

Martin byrjar á tveimur sigrum eftir hléið

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari.
Martin Hermannsson ætlar sér að verða þýskur meistari. VÍSIR/GETTY

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í nýrri útgáfu af úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta sem farið var af stað með eftir að deildarkeppnin var blásin af vegna kórónuveirufaraldursins.

Martin skoraði 9 stig í kvöld, átti 7 stoðsendingar og tók 2 fráköst í 98-91 sigri á Brose Bamberg. Áður hafði liðið unnið Skyliners Frankfurt á sunnudaginn.

Leikið er í tveimur fimm liða riðlum og fara allir leikir fram á sama stað, í München. Fjögur efstu liðin úr hvorum riðli fara svo í 8 liða úrslit sem hefjast 17. júní, þar sem liðið úr 4. sæti A-riðils mætir 1. sætinu í B-riðli, liðið í 3. sæti A-riðils mætir 2. sæti B-riðils, og svo framvegis. Leiknir verða tveir leikir í hverju einvígi í útsláttarkeppninni en meistari verður krýndur undir lok mánaðarins, eða 28. júní.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×